Milljónamæringurinn

WilliamÉg sem hélt ég hefði unnið fleiri milljónir króna þegar ég fékk svona póst um daginn. Vonbrigðin eru ólýsanleg.

En ég á þó alltaf inni milljónirnar sem ég fær fyrir að aðstoða heiðarlegan bankastarfsmann Robert LeBlanc við að losa stórfé út úr Credit Suisse Bank, það getur bara ekki verið lygi. Enda greinilegt að bankinn á ekkert að lúra á þessum peningum, arfi eftir moldríkan kall. Robert getur ekki verið annað en gæðasál og strangheiðarlegur, maðurinn er búinn að segja mér hvað konan hans er gömul og börnin hans tvö, þetta hlýtur að vera hinn vænsti maður. Eins og hann orðaði það sjálfur: All I need from you is your most honest, sincere and understanding co-operation. Maður sem kemst svona að orði hlýtur að vera heiðarleikinn uppmálaður. Nú. Til enn frekara marks um hve heiðarlegur Robert LeBlanc er, má ekki gleyma einu; hann er búinn að gefa mér símanúmerið sitt.

Ég ætla að hringja í hann á næstunni. Reyndar í beinni útsendingu. Fylgist með.


mbl.is Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég þekki vonbrigði þín allt of vel sjálf. Er margoft búin að fá tilkynningar um lottóvinninga en ekkert gerist! Hvað er í gangi hérna?!?

Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Held að þetta sé alheims samsæri gegn sporðdrekum

Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Sporðdrekinn

JÁ!! Veit það

Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband