Er reynsla fánýti?

Byr hefur gert starfslokasamning við fjórtán konur á miðjum aldri frá áramótum. Níu þessara kvenna eru á sextugsaldri og hafa lengi starfað hjá fyrirtækinu.
„Það er talað um að þessar konur hafi fengið starfsloka­saming en ég spyr nú bara hvað er það annað en uppsögn," segir Valgerður Marinósdóttir, sem í fjörutíu ár starfaði hjá sparisjóðunum sem nú eru sameinaðir undir heitinu Byr. „Þessar uppsagnir voru í raun eins og aftaka fyrir margar af þessum konum. Þetta kom líka mjög í bakið á þeim því þegar titringur var að myndast í bankageiranum sannfærðu yfirmennirnir fólk um að það þyrfti engar áhyggjur að hafa og réðu inn ungt fólk í fyrirtækið þannig að allt virtist í lagi. Svo gerist þetta og mér þykir það sýna að þessir ungu menn virðast ekki vilja hafa svona kerlingar við störf sama hvað við gerum," segir Valgerður.

Já, reynslan er einskis virði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

kapítalismi og mannvonska fara bara svo hrikalega vel saman...

halkatla, 31.3.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Æðislega.

Markús frá Djúpalæk, 31.3.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Beturvitringur

Reynsla kvenna eða karla?

Eldri karl er oft "með reynslu"

eldri kona er stundum bara "orðin gömul"  hmm?

Beturvitringur, 31.3.2008 kl. 19:09

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér finnst bara að það eigi alltaf að meta reynslu, og ég segi það núna eins og ég hef sagt áður. Það skiptir engu máli hvernig fólk er í laginu.

Markús frá Djúpalæk, 31.3.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband