Misjafnt er manna lánið
26.3.2008 | 12:56
Það slær mann svolítið að vita af manneskjum búandi í gámi, gangandi örna sinna í koppa sem þær hella svo úr í göturæsið. Erum við ekki örugglega stödd á Íslandi á 21. öld?
Búa í gámi í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem ég var að vinna þá voru pólverjarnir stundum að spyrja hvort þeir mættu búa í vinnuskúrunum. Þeim fannst dýrt að legja og taka langan tíma að fara með strætó. Verkstjórinn okkar útvegaði þeim plási á gistiheimili en þeir héldu áfram að byðja um að fá að gist í skúrnum. Þessir menn vildu frekar spara 2 mánaða kaup í pólandi (ca 40 þús) og gista í skúr en að þurfa borga það sem þeim fannst stórfé fyrir eitt skitið herbergi.
Pólverjunum var bannað að gist í skúrunum en á endanum var hús í eigu fyritækisins breytt þannig að það væri íbúðarhæft fyrir pólverja sem tímdu ekki að legja.
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:08
Ég var með húsnæði á leigu fyrir rúmu ári á ónefndum stað í höfuðborginni en flutti mig þaðan m.a. vegna þakleka. Stuttu síðar var búið að fylla húsið af útlendingum þó þar væri hvorki sturta né eldhús.
Sigurður Þórðarson, 26.3.2008 kl. 15:05
Svona sögur heyrir maður iðulega.
Markús frá Djúpalæk, 26.3.2008 kl. 16:01
Fer ekki að verða nógu snjólétt til að tjalda..?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.3.2008 kl. 20:14
Það leysir aldrei snjóa hér framar.... held ég.
Markús frá Djúpalæk, 26.3.2008 kl. 20:38
Ég er að leggja síðustu hönd á bókarhandrit sem ber vinnuheitið Krapasálir í klakaböndum, en það verður eflaust bannað líka.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.3.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.