Í tilefni nýliðinna páska
26.3.2008 | 11:03
Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerusalem.
Þar andaðist eiginkonan. Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:
Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.
Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.
Sá gamli svaraði:
"Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.
Ég get bara ekki tekið þá áhættu."
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Athugasemdir
Góður þessi.
Sigurður Þórðarson, 26.3.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.