Fólk á það til að hverfa á Íslandi.

Svona atvik valda því að umræðan um mannshvörf skýtur upp kollinum. Nokkur fjöldi mála af þeim toga eru eru óupplýst og að baki hverju máli er gríðarlegur harmleikur.Beinafundur veldur því að sami áhuginn kviknar í hjörtum íslendinga og veldur því að þeir eru yfir sig hrifnir af bókum Arnaldar Indriðasonar. Kannski er einhver af þeim mikla fjölda sem hverfur sporlaust á Íslandi fundinn.

Mér þykir merkilegt hversu lítil umfjöllun er um öll þessi mannshvörf í jafn litlu samfélagi og Ísland er. Kannski er það aldagömul mýta um að það sé bara eðlilegt að í jafn hrjóstrugu landi og Ísland er, hverfi fólk. En fyrir aðstandendur hinna horfnu er það hvergi eðlilegt og vonandi að við þennan fund verði einhver fjölskylda einhverju nær um hvarf ástvinar sins.

Í maí 1999 hófst vinna við heildarskrá yfir horfna menn hjá ríkislögreglustjóra. Samkvæmt bráðabirgðasamantekt eru horfnir menn á árunum 1945-1999 taldir vera 42.Samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf, hurfu 11 einstaklingar á Íslandi frá árinu 1991 til ársloka 2002, aðrir en þeir sem fórust við störf á sjó. Allir hinna horfnu á árunum 1991 til 2002 eru karlkyns, þar af þrjú börn og tveir erlendir ferðamenn. Talið er að átta af þeim sem saknað er hafi fallið í sjó, foss eða ár og einn hafi horfið í óbyggðum.  Um tvo er ekki vitað annað en að þeir fóru frá heimilum sínum. Eitt dularfyllsta málið snertir tvo unglingspilta úr Keflavík sem hurfu sporlaust árið 1994, að ógleymdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem hvert mannsbarn þekkir.

Upphaf þess máls má rekja til dularfulls hvarfs Geirfinns Einarssonar í nóvember 1974. Ókunnur maður hafði hringt í hann úr Hafnarbúðinni í Keflavík og mælt sér mót við hann kvöldið sem hann hvarf. Seinna meir beindu rannsóknamenn sjónum sínum að hvarfi annars manns, Guðmundar Einarssonar sem horfið hafði aðfaranótt 25.janúar 1974. Talið var að þessi tvö mannshvörf tengdust. Þrátt fyrir umfangsmikla leit hafa lík hvorugs þeirra fundist, en nokkur ungmenni voru dæmd fyrir aðild að málunum árið 1980, eftir viðamikla rannsókn sem hefur þó sætt mikilli gagnrýni á síðari árum. Einn sakborninganna Sævar Ciesielski  reyndi að fá málið endurupptekið án árangurs. Davíð Oddsson hvatti til endurupptökumálsins árið 1998 með eftirfarandi orðum: ,,Það var ekki aðeins eitt dómsmorð framið á allri þessari vegferð, þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við það."

 


mbl.is Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vá svona margir?? 53 horfnir.......

Það hlýtur að vera skelfilegt fyrir ættinga og vini. Að baki hverju hvarfi er harmasaga fjölda fólks. 

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Frikkinn

Það er stórfurðulegt hvað mannshvrf fá litla umfj0llun, en allir hafa skoðun á þeim.

Frikkinn, 24.3.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það eru auðvitað miklu fleiri en 53 á tuttugustu öld, en reyndar skarast þessar tölur sem ég nefni þarna þannig að talan nær því ekki alveg að vera 53 frá 1945 til ársloka 2002.

Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 13:41

4 identicon

Mig hefur lengi grunað að það sé einn raðmorðingi á Íslandi, ekki ólíklegt miðað við íbúafjölda.  En það má ekki segja þetta upphátt.

Zuilma (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:34

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Zuilma - við skulum nú vona ekki. En miðað við alla þróun gæti nú styst í að einn slíkur stingi upp kollinum.

Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband