Tveir dómar sama dag á sama landinu

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.

Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, eina milljón og fimmhundruð þúsund í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tjah.....

....án þess að ég ætli að gera lítið úr hugsanlegri vanlíðan Auðar þá gizka ég á hina.....? 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Svolítið ólíkar forsendur auðvitað... en samt.

Markús frá Djúpalæk, 18.3.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband