Stundum nennir maður engu nema bulli

Það var í kjötborðinu í Hrísalundi á Akureyri, að þangað kom gömul kona sem við skulum kalla Viggu. Í kjötborðinu var við afgreiðslu strákur sem við skulum kalla Pétur.

Pétur var ansi fljótur að hugsa og snöggur til svars.

Vigga gamla snýr sér að Pétri og segir: Áttu ferskan Móa kjúkling strákur ?

Pétur sem ekki er viss um ættfræði kjúklinganna í kjötborðinu tekur upp kjúkling brosandi og sýnir Viggu gömlu og segir það gæti nú verið að þessi væri frá Móum.

Vigga gamla segir snúðu afturendanum að mér svo ég geti athugað málið. Forvitinn gerir Pétur það sem Vigga gamla biður hann um, og Vigga gamla lyftir upp afturendanum á kjúklingnum,treður hendinni inn gramsar smá stund og segir svo : Nei þetta er EKKI Móakjúklingur ! Þessi er frá Ísfugli !

Það hlýtur að vera til Móakjúklingur, viltu athuga hvort hann sé ekki fyrir innan?

Pétur gerir eins og Vigga gamla segir og nær í annan kjúkling fyrir innan og kemur með hann fram.

Vigga gamla leikur sama leikinn við þann kjúkling og fyrri kjúklinginn. Hnussar og biður strák að athuga hvort það sé örugglega ekki til Móakjúklingur fyrir innan.

Pétur gerir það og allt við það sama, gamla gramsar í afturendanum og hnussar.

Pétur furðar sig á þessu hjá kerlingunni , og þar sem það er byrjuð að myndast röð af kúnnum og eintómt vesen á kerlingunni , segir strákur : Geturðu ekki bara tekið þennan? Skiptir nokkru hvaðan þeir eru ?

Kerling hvessir augun á Pétur og segir höstuglega : Hvurslags er þetta strákur, hverra manna ert þú eiginlega ?

Strákur var fljótur til, snýr afturendanum í Viggu gömlu og segir viltu ekki bara athuga það líka !! ?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ragnar Reykás hefði sagt að það væri skítalykt af málinu.

Ps. Valdirðu sjálfur kynningarlagið þitt, eða stóð SGT bak við þig með hlaðna byssu?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.3.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Finnst þér kynningarlagið ógeðslegt? Ég er með annað síðdegis

Markús frá Djúpalæk, 12.3.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta með strengjakvartettinum. Og svo kemur Gunnar tæknimaður með valda byssukúlu... og að endingu kemur auglýsing frá bagarameissdaranum og tekur í gikkinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.3.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Er þetta einhver svona hlaða-miða-skjóta stefna hjá fyrirtækinu?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.3.2008 kl. 15:44

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - þú drepur mig. Samt mjúklega. Ég reyni nú að vera á 20. og 21. öld í öðru lagavali samt

Markús frá Djúpalæk, 12.3.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Killing me softly hljómar blíðlega.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.3.2008 kl. 18:17

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Afskaplega. En ... samt.

Markús frá Djúpalæk, 12.3.2008 kl. 18:52

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 12.3.2008 kl. 19:23

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Brynja Hjaltadóttir, 12.3.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband