Eins gott

..að þetta var minniháttar bilun. Hefði verið um alvarlega bilun er allt eins líklegt að flugmennirnir hefðu þurft að fótfljúga vélinni líka. Bara til að vera vissir um að komast til baka.
mbl.is Vél Iceland Express snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég frétti að farþegarnir hefðu verið beðnir að blaka vængjunum líka, bara svona til vonar og vara.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já og sveifla stélinu skilst mér líka

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Einhver sagði líka að þeir stærstu og feitustu hefðu verið hafðir aftast, í því tilfelli að þeir hefðu þurft að senda einhverja út að ýta. Þarna var augljóslega ítrasta öryggis gætt og engir sénsar teknir.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Öryggið er greinilega alltaf á oddinum þarna! En voru einhverjir stórir og feitir í íslenskri vél, ég hélt við værum öll svo grönn og spengileg.

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég var nú kölluð sí-gild um daginn svo ég veit ekki hvað ég á að halda, ég er nefnilega algert sýnishorn og efast um að ég nái 50 kílóum með skólatöskuna á bakinu.

Hurru mér annars góurinn, ég er að hlusta á stórfínan morgunþáttinn þinn endurtekinn á Sögu núna. En er ekki dagskráin á netinu eitthvað vitlaus.., ef hægt er að spyrja hvort dagskrá sé það yfirleitt?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hurru, jú - ég hef dagskrána á netinu grunaða um að vera verulega ranga. Það þarf að taka eitthvað verulega til þar. Reyndar er verið að vinna að gerð nýrrar heimasíðu og því fær þessi pínulítið að reka á reiðanum. Þar verður t.d. skemmtileg nýjung sem ekki hefur verið á heimasíðu útvarpsstöðvar á Íslandi - svo ég viti allavega. Spennandi!

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 13:28

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Hvaða nýjung? Kjaftaðu frá!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 13:40

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

 Það stendur til að það verði blogg á heimasíðu Sögu, sem er auðvitað frábært, því þá fær fólk að rífa kj alveg að vild. Það tengist síðan Rödd Alþýðunnar með beinum hætti.

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 13:43

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það líst mér vel á, þó mér hafi nú raunar sýnst að kjaftar hafi til þessa verið rifnir, jafnt að vild sem af óvild, og stundum hvortveggja.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 13:52

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já og svo mjög að til kasta dómstóla hefur þurft að koma. . . .

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 14:00

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já því miður. Ég er ekki hlynnt þessari málaferla-skaðabóta stefnu sem Ísland hefur blessunarlega verið nokkurn veginn laus við til þessa. Við höfum hingað til getað dottið á rassgatið og verið beðin að halda kjafti ef þannig hefur legið á vinskapnum, án þess að því þyrfti að fylgja lögfræðingar og leiðindi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 14:16

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mikið til í því, en nú eru breyttir tímar og við verðum víst að kyngja því.

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 14:23

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég sit hér við lappaviðtækið með heddfón á hausnum og bíð eftir þættinum hjá Sverri, sem narraði mig til að hlusta þegar hann byrjaði. Hef orðið svolítið háð því að hlusta síðan. Hæstánægð með flest nema bannsettar auglýsingarnar sem lemja mann í hausinn í hvert sinn... þvílíkur hryllingur; að láta mislæst fólk með hryllingsraddir garga úr sér tilkynningar með nýtt hryllingsstef í bakgrunni við hvert högg... Já og tónlistarsmekkurinn hjá Sigurði gje... úff

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 15:16

14 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe...Sverrir og Halldór eru náttúrulega bara snillingar. Tærir! En herrrm já auglýsingarnar. Ég les nú nokkrar auglýsingar þarna . Og ég hef heyrt marga, reyndar píííínulítið eldri en okkur gleðjast ógurlega yfir tónlistarvalinu hjá SGT.

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 15:50

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Djazzinn hans og dúramollarnir væru löngu búnir að steindrepa mig... ef ég byggi nær.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 15:57

16 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - tekur því kannski ekki - en Gunnar tæknimaður kallaði þetta einhvern tíma tónlist til að skjóta sig við. Dálítið dökkur húmor en ég hló....

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 16:09

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mikið rosalega er ég sammála Gunnari tæknimanni, það munaði engu að ég hengdi mig í ógáti um daginn þegar hann setti einhvert nálagið undir nálina. Meira að segja kötturinn leit veikindalega út þegar hann forðaði sér...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 16:41

18 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Haha núna skellti ég upp úr. Sé alveg fyrirsögnina fyrir mér: Ung kona hengdi sig í ógáti. Ástæðan er talin nágaul úr útvarpi. Köttur konunnar fannst illa haldinn við hlið hinnar látnu.

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 16:47

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það yrði Saga til næsta bæjar. En dauðar konur hvorki lögsækja né fara fram á miskabætur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 16:58

20 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nei en kötturinn þeirra, nú eða aðrir fjölskyldumeðlimir geta átt það til....

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 17:04

21 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég lofa því hér með heitt og hátíðlega að í því tilfelli að ég hrykki uppaf hlustandi á tónlist valda af SGT að hvorki eftirlifandi heimilisdýr mín, mennsk og dýrsleg, né nokkur mér skyldur eða tengdur muni lögsækja ofannefndan eða yfirmenn hans, jafnvel þótt allar líkur væru á að hann væri tengdur dauðsfallinu með óbeinum hætti!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 17:34

22 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

 Mikið held ég að allir hlutaðeigandi séu fegnir núna ....

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 17:39

23 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Heyrðu Markús, við verðum að fara að hætta að hittast svona, við förum að komast á listann "heitar umræður" á blogginu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 17:49

24 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Gisp! Það er satt. Styttist óðum í það.

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 17:51

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Get ekki hætt án þess að kvelja þig smá... svakalega varstu rosalega næstumþví búinn að mismæla þig eftirminnilega í morgun, þegar þú hikstaðir á föðurnafni prestsins... hahahahaha

Ég er viss um að þú hefur haldið að enginn hefði tekið eftir þessu.

Böstaður!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 18:02

26 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - enginn er fullkominn. Tekur því ekki að fara á taugum yfir svona mismælum   En þú eftirtektarsöm....

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 18:04

27 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 18:05

28 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tja, fátt mannlegt er mér óviðkomandi... og ég leyfi mér að fullyrða að ef þú hefðir klárað mismælið, þá hefði íslenskufræðingurinn með tónlistarsmekkinn haft sitthvað við það að athuga að þú ákvæðir uppá þitt eindæmi að kenna konuna við fermingarbróður föður hennar, í stað skírnarnafns föður hennar, eins og íslensk málvenja býður.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2008 kl. 18:16

29 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þannig að segja má að þarna hafi allir sloppið ótrúlega frá þessu leiðindamáli sem stefndi í að verða stórslys

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 18:33

30 Smámynd: Rannveig H

Þetta er skemmtilegar umræður hér  Markús! Rannveig bloggrýnir hér ertu með email svo ég geti haft samband við þig?

Rannveig H, 5.3.2008 kl. 21:38

31 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sæl Rannveig. Netfangið mitt er markusth@internet.is  beztu kveðjur.

Markús frá Djúpalæk, 6.3.2008 kl. 07:35

32 Smámynd: Jens Guð

  Það verður gaman að heyra Rannveigu taka í hnakkadrambið á bloggverjum.

  Markús,  bestu þakkir fyrir spilunina á "Þorraþrælnum".  Ég heyrði þáttinn þrisvar sinnum í gær. 

Jens Guð, 6.3.2008 kl. 08:51

33 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jens, mér finnst þetta alveg mögnuð útgáfa af kvæði frænda míns og á örugglega eftir að spila hana oftar, ef ég má.

Markús frá Djúpalæk, 6.3.2008 kl. 10:14

34 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það ótrúlega er að þessi útgáfa lagast við hlustun, í fyrsta sinn sem ég spilaði það af lagalistanum hjá Jens, þá leið mér eins og ég væri að verða úti, klæðalítil á Kili.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.3.2008 kl. 12:47

35 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Er ekki góð tilfinning að vera fullklædd heima í stofu en finnast þú vera að verða úti á Kili?

Markús frá Djúpalæk, 6.3.2008 kl. 13:21

36 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nei hreint ekki, ég var komin með tannakul og orðin máttlítil þegar laginu lauk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.3.2008 kl. 13:27

37 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ótrúlegt hvað Jens getur haft mikil áhrif  en þú hefðir átt bara átt að hlusta á Harry Belafonte í beinu framhaldi. Yljar ótrúlega ...

Markús frá Djúpalæk, 6.3.2008 kl. 13:35

38 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

You worry me... 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.3.2008 kl. 13:39

39 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 6.3.2008 kl. 13:41

40 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hélt Ásgerður Jóna Flosadóttir vinnunni eftir meðferðina á gömlu konunni sem hringdi inn í gær? Ég nötraði af reiði og skömm, og vona allra hlutaðeigandi vegna að haft verði upp á konunni og henni færðar tertur, blóm og afsökunarbeiðni fyrir dónaskapinn.

Mér þykir annars ÁJF ágætis þáttagerðakona. Þó mætti einhver að ósekju benda henni settlega á að þó að Sverrir spili eigin lög á Miðjunni þurfi hún ekki að gera það líka. Sverrir getur sungið og gerir það vel.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 09:08

41 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Helga Guðrún, ég missti af þessu. Hvað gerðist?

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 10:27

42 Smámynd: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Já ég bara spyr því sama, hvað gerðist þar á bæ?

En já Gunnar tæknimaður hér og gott að einhverjir eru sammála með tónlistina :)

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 7.3.2008 kl. 10:40

43 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þegar verið var að gefa fermingar- og brauðtertu í útsendingu.

Gamla konan: "...en ég er að ferma.., hann býr hjá mér..".

ÁJF: "Nei, nei, ekkert svona! Þú ert ekki mamma hans, þú hefðir átt að láta pabba hans hringja".

Gamla konan: "..en ég sé um ferminguna.. mikið er ég vonsvikin.."

ÁJF: "já, já, það þýðir ekkert svona sko", og skellir frekjulega á gömlu konuna, eins og hún hefði staðið hana að því að reyna að stela.

Mér þótti þetta ótrúlega ljótt að heyra. -Hvað ef fermingarbarnið hefði verið búið að missa móður sína? Af einhverjum ástæðum bjó hann með föður sínum og ömmu, og það var ekki í hlutverki þáttagerðarmannsins að mismuna þessu heimili og niðurlægja gömlu konuna í beinni útsendingu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 11:19

44 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gunnar: Sæll þjáningarbróðir, þú hittir naglann á höfuðið félagi, þetta eru ekki plötur heldur skotskífur...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 11:39

45 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Húrra fyrir Arnfríði!

Og ykkur líka

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 11:52

46 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Arnþrúði auðvitað... bahhh

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 11:54

47 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Arnþrúður á nú skilið eitt húrrahróp á dag

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 12:24

48 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hún á skilið fullt af þeim, þetta er kjarnakona.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 12:27

49 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

 Algerlega!

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 13:02

50 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bara að kenna henni að bæta við það, mér leiðist þetta þú meinar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 13:48

51 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, lengi getur gott bestnað eins og kerlingin sagði.

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 14:00

52 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Og úr því við erum nú farin að lúskra aðeins á henni, kjellíngaránganum, þá þarf einhver að banka í huxustykkið á henni með að hafa endurtekið efni á præmtæm á föstudagseftirmiðdegi!?

-Hvað eruð þið að hugsa, elskurnar mínar??

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 14:49

53 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Voðalega ertu í miklu lúskr-stuði í dag. Það er eins gott vera ekki fyrir  En reyndar er dagskráin þannig uppbyggð að það eru endurtekningar eftir hádegið, en mikið skelfilega væri gaman að vera með flotta dagskrárgerð allan daginn.

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 14:54

54 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er reyndar í alveg skoppandi góðu skapi eins og oftast.

En það er nú alltaf gaman að níðast á fólki sem getur ekki varið sig og tala illa um þá sem ekki eru viðstaddir.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 15:12

55 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe þú ert frábær.

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 15:15

56 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ferrrrrrmínnngabækkkkklíngurrrinn kominnnn. Mörrrrrrg tilllllboð. Bagggarrameisssdarrrrinn.

Og skothvellur heyrist í hljóðlátu hverfinu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.3.2008 kl. 16:11

57 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

 Þú ættir að skrifa. Sakamálasögur. Þetta er rosalega flott byrjun allavega.

Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 17:38

58 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Merkilegt nokk þá hafði ég viðurværi af þessháttar fíbbblagangi til fleiri ára.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.3.2008 kl. 00:42

59 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er örugglega skemmtilegur fíbbblagangur...

Markús frá Djúpalæk, 8.3.2008 kl. 01:32

60 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hann var það vissulega, fíbbblagangur er það venjulega.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.3.2008 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband