Allt að verða vitlaust
22.2.2008 | 16:02
Nú hefur þeim Merzedes Club liðum borist liðsinni frá þekktu fólki. Myndband þar sem Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson lýsa yfir stuðningi við lagið er nú að finna á YouTube.
Egill Einarsson, einn forsprakka sveitarinnar, segir þá félaga afar hrifna af laginu, enda sé það stórgott, með afar grípandi texta.
Þeim Merzedes-mönnum er full alvara með framlaginu, og leiðist samanburðurinn við Silvíu Nótt. Við leggjum mikinn metnað í þetta. Við ætlum ekkert að haga okkur eins og fífl þarna úti og verða þjóðinni til skammar" segir Egill, sem ætlar alla leið með lagið. Eurovision 2009 verður haldið í Kórnum í Kópavogi ef við förum út."
Metnaðurinn nær ekki bara til söngæfinga og tónlistanáms. Liturinn þarf að smella. Við vorum of brúnir síðast og ætlum ekki að láta það ekki gerast aftur," segir Egill, sem hefur þó langt því frá lagt vaxtarræktarbrúnku brúsann frá sér. Það var ein umferð í gær, ein í dag, og önnur á morgun," segir Egill um smurningsáætlunina. Hann bætir við að það sé þó helmingi minna en síðast.
Egill Einarsson, einn forsprakka sveitarinnar, segir þá félaga afar hrifna af laginu, enda sé það stórgott, með afar grípandi texta.
Þeim Merzedes-mönnum er full alvara með framlaginu, og leiðist samanburðurinn við Silvíu Nótt. Við leggjum mikinn metnað í þetta. Við ætlum ekkert að haga okkur eins og fífl þarna úti og verða þjóðinni til skammar" segir Egill, sem ætlar alla leið með lagið. Eurovision 2009 verður haldið í Kórnum í Kópavogi ef við förum út."
Metnaðurinn nær ekki bara til söngæfinga og tónlistanáms. Liturinn þarf að smella. Við vorum of brúnir síðast og ætlum ekki að láta það ekki gerast aftur," segir Egill, sem hefur þó langt því frá lagt vaxtarræktarbrúnku brúsann frá sér. Það var ein umferð í gær, ein í dag, og önnur á morgun," segir Egill um smurningsáætlunina. Hann bætir við að það sé þó helmingi minna en síðast.
Athugasemdir
Hvað finnst fólki þá um það að stöð 2 tekur þetta eina lag keppninar til umfjöllunar í "Íslandi í dag" HALLÆRISLEGT og leiðinlegt, ekki til að mæla með þessu lagi. Je minn góður, kom virkilega illa út !Ekkert atkvæði frá mér sorry. Ekki nógu ánægð með flytjendur, lagið er la...la....ekki meira en það en hitt . Ó no no no no no....
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.2.2008 kl. 19:56
Ég heyrði bara lagið úr fjarlægð sá ekki gaurana. Mér finnst lagið ágætt og grípandi. En mér er sagt að þeir hafi verið eins og nýkomnir úr sprautuklefa
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.