Hvernig er með birgðir??

0bensinlausYfirleitt hefur reyndin verið sú að þegar olía lækkar á mörkuðum eru allt í einu til svo ógurlega miklar birgðir eldsneytis í landinu að ekkert svigrúm er til lækkana. Nú hækkar eldsneyti á mörkuðum og íslensku olíufélögin dansa með, á hverjum degi í takt við hækkunina. Eru þá engar birgðir í landinu og nýjar sendingar að koma á hverjum degi, eða eru olíufélögin að borga af síðustu sendingum á hverjum degi á nývirði hvers dags? Ég bara spyr, því ég get engan veginn skilið þessar endalausu hækkanir hérna heima.

Og hvenær ætlar ríkisstjórnin að lækka álögur sínar á þessa nauðsynlegu dropa? Eða er kominn tími til að við tökum höndum saman og hættum að nota ökutækin okkar? Mér var að detta eitt í hug sem gæti reyndar valdið þeim sem það framkvæma ákveðnum vandræðum og útgjöldum. Það væri að keyra þangað til bíllinn verður eldsneytislaus og skilja hann bara eftir þar sem hann stendur. Þetta gæti hundvirkað ef nógu margir þora að taka þátt í þessu. En eins og ég sagði - þá getur þetta kostað vesen.

En kannski viljum við bara vera laus við vesen og láta allt yfir okkur ganga...


mbl.is Bensínverð aldrei verið jafnhátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þið bíleigendur verðið bara að fara að taka upp minn ferðamáta.

Eiríkur Harðarson, 20.2.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd og mundi örugglega svínvirka í Frakklandi. Hér er bara tuðað við eldhúsborðið.......

Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hrönn. Og Guð hjálpi þeim sem ætlar að gera eitthvað meira en tuða!

Markús frá Djúpalæk, 20.2.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband