Rammfalskt...
20.2.2008 | 10:23
...samt skemmtilegt. Ég hef nú lúmskan grun um að þjóðarsálin, hvaða fyrirbæri það svosem er, sé búin að ákveða að þetta lag beri sigur úr býtum á laugardaginn kemur. Og ef ekki Hey hey hey þá gæti hugsanlega sjómannalag þeirrar Doktoranna, Spock og Gunna unnið. Þriðja lagið sem virðist vera í uppáhaldi er svo lagið með Júróbandinu. Þessi þrjú eru sennilega líka þau lög sem eru nógu skrýtin, eða nógu 21.aldar-eurovision-leg til að ná athygli þeirra sem greiða að lokum atkvæði í stóru keppnunum. Svo má auðvitað lengi deila um það hvort það séu betri lög í keppninni, sem eigi frekar skilið að hafa sigur. Það skiptir bara ekkert alltaf máli.
Næstkomandi föstudag 22.febrúar mun ég verða með Eurovision upphitun í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu. Þangað koma góðir gestir og spá í niðurstöðurnar á laugardaginn, við stiklum á stóru í þátttökusögu okkar Íslendinga sem hófst 1986 með Gleðibankanum, og síðar með lögum eins og Sókrates, Eitt lag enn, Nínu, Núna, Minn hinn hinsti dans, All out of luck, Congratulations og Valentine's lost. Við ætlum líka að spá í möguleika okkar í keppninni og ef tími vinnst til fá hlustendur að greiða atkvæði um hvaða lag þeir vilja sjá áfram fyrir Íslands hönd.
Megi sigurstranglegasta lagið vinna!
Hey Hey Hey heillar útgáfurisann EMI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fínt að sjá einhvern minnast á sönginn í þessu lagi. Allir eru að skrifa um sólbrúnkuna á þessum vöðvatröllum en lítið virðist rætt um þennan hræðilega söng. Ég vona að ef þetta lag vinnur þá verði fengin ný söngkona. Þessi þarna er svo hræðileg að mig verkar í eyrun. Lagið sjálft er þolanlegt.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.2.2008 kl. 18:32
Þetta er bara svona teknó-euro trash eitthvað. Reyndar hljómaði söngkonan unga ekki eins illa þegar lagið var flutt fyrst. Kannski var hún bara með kverkaskít....
Markús frá Djúpalæk, 20.2.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.