Hefur farið fé betra?

0castroogcoFidel Alejandro Castro Ruz  forseti Kúbu og einræðisherra fæddist 13. ágúst 1926 og er því á 82. aldursári. Hann gerði byltingu á eynni Kúbu í Karíbahafi, ásamt Che Guevara og fleirum, sem lauk í janúar árið 1959. Hann var gerður að forsætisráðherra Kúbu 18. febrúar sama ár. Eftir að stjórn Kúbu tók ýmis fyrirtæki eignarnámi varð strax kalt milli Kúbu og Bandaríkjunum.  Kúba hallaði sér  þá að Sovétríkjunum og undirritaði olíukaupasamning við þau 1960. Smám saman varð til mikið flokksræði á Kúbu þar sem komið var á samyrkjubúum í landbúnaði, land tekið eignarnámi og iðnaður var þjóðnýttur.

Viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu hefur gilt frá 1962 í kjölfar þess að Castró lýsti eyna sósíalískt ríki, afnam kosningar og fleiri lýðréttindi. Það ákvað hann í kjölfar tilraunar Bandaríkjamanna til innrásar á Svínaflóa, sem mistókst gjörsamlega. Viðskiptabannið hefur verið fordæmt á alþjóðavettvangi, en er samt enn við lýði.

Strax eftir að Castro tók við völdum  lét hann taka helstu stuðningsmenn forvera síns, einræðisherrans Batista,af lífi. Talið er að um sé að ræða allt að  600 manns. Á sjöunda áratugnum þúsundir manna teknir af lífi af stjórnmálaástæðum á Kúbu og um 30 þúsund fangelsaðir fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Fljótlega eftir valdatöku Castros voru settar upp vinnubúðir, þar sem þrjú þúsund stjórnmálafangar voru vistaðir. Talið er, að samtals hafi í stjórnartíð Castros um 100 þúsund Kúbverjar setið í fangelsi eða vinnubúðum og milli 15 og 17 þúsund manns verið teknir af lífi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Fyrsta stjórnarár Castros flýðu um 50 þúsund manns land, aðallega menntamenn, læknar, lögfræðingar og kennarar. Samtals er talið, að um tvær milljónir Kúbverja (af ellefu) séu landflótta erlendis, aðallega í Bandaríkjunum. Á Kúbu varð til stjórnmálalögregla til að hafa gætur á hugsanlegum andstæðingum sósíalistastjórnarinnar, sem stundum var kölluð „Rauða Gestapó“. Útsendarar Castro myrtu ýmsa andstæðinga hans erlendis sem höfðu þó barist með Castro gegn Batista á sínum tíma.

Castro þrengdi frá upphafi mjög að kaþólsku kirkjunni. Í maí 1959 lokaði hann öllum háskólum hennar, og í september sama ár rak hann á annað hundrað presta úr landi. Enn er mjög lítið trúfrelsi á Kúbu. Einnig hafa stjórnvöld verið mjög fjandsamleg samkynhneigðu fólki. Ritskoðun stjórnvalda bitnaði einnig á rithöfundum og skáldum.

Í júlí árið 2006 veiktist Castro alvarlega og lá veikur til 2. desember. Bróðir hans hélt um stjórnartaumana á meðan en í desember tilkynnti Castro að hann væri á ný tekinn við sem forseti. Lítið hefur sést til hans eftir að hann veiktist og oft hafa vaknað spurningar hvort hann væri lífs eða liðinn.

Í dag, 19.febrúar 2008 ákvað hann að segja af sér, eftir að hafa setið í tæp 50 ár á valdastóli. Nú velta menn fyrir sér hvort það verði Raul bróðir hans eða Carlos Large varaforseti sem taki við embættinu af Fidel Castro. Nú er líka spurning hvernig lífsgæði þegnanna verða í kjölfar breytinganna.

Meðfylgjandi mynd sýnir Fidel og Raul Castro ásamt Che Guevara

(byggt m.a. á Wikipediu)


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staða Kúpu er ekki Castro að kenna. Þetta getur þú skrifað á USA! Mannrétindabrort er víða verri td Saudi Arabiu og víðar og þar eru menn ekki með áhyggjur!

óli (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nei, nákvæmlega. Castro gerði ekkert af því sem talið er upp í þessum texta. Hann er góður og sanngjarn leiðtogi sem hefur gert allt sem í hans valdi hefur verið hægt til að bæta stöðu þegna sinna, hvort sem er á sviði menntunar, heilbrigði eða almennra mannréttinda. Til dæmis sér hann til þess að þegnarnir eyði ekki peningunum sínum í óþarfa bruðl eins og tölvur, því þeir þurfa ekkert að svekkja sig á því hvað um er að vera í útlöndum. Svo þurfa þeir ekkert mat heldur, því það vex nóg af banönum á trjánum. Ljótu bandaríkjamennirnir að vera svona vondir við Castró!

Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér dettur nú bara í hug hið fornkveðna, svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Mannréttindabrot eru ólíðandi, hvort sem þau eru framin á Kúbu, í Sádí Arabíu, í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Þau verða ekkert betri á einum stað þó þau séu verri á öðrum.

Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Heilbrigðiskerfið á kúbu er eitt það fullkomnasta í heiminum og það er frítt og tannlæknaþjónusta er frí þar líka, það er meira en hægt er að segja um mörg önnur lönd. Bandaríkjamenn eru mestu hræsnarar í heimi, þeir benda á hið slæma útum allan heim og á meðan myrða þeir saklausa borgara og pynta.

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Undursamlegt. Viltu þá ekki bara flytja þangað?  

Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 17:19

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Það væri margt vitlausara, eins og t.d. þú

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En svona grínlaust, þá var ég með símaviðtal í dag við vinstrisinnaðan íslending sem fór til Kúbu fyrir nokkrum árum að skoða það sem hann hélt að væri fyrirmyndarríkið. Það tók ekki marga daga að skjóta niður þá tálsýn hjá honum. Það sem honum fannst einkenna daglegt líf á Kúbu var vonleysi. Svo voru til flokksgæðingar sem hann hitti líka, sem höfðu allt til alls, bjuggu í fínum húsum og höfðu t.d. aðgang að interneti, sem alls ekki allir hafa. Innfæddum er meinaður aðgangur að netkaffihúsum af vopnuðum vörðum, til að fá að komast þar inn þarf að sýna vegabréf. Ég held það sé barnaskapur að halda að ekkert af ástandinu á Kúbu sé Castró að kenna, þó að viðskiptabann Bandaríkjamanna hafi sitt að segja var hægt að fá margvíslegan varning á túristasvæðunum sem útilokað var að nálgast á hinni "venjulegu" Kúbú. Og enn og aftur, Castró batnar ekkert við að aðrir séu verri.

Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 18:06

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Ok alveg grínlaust, þá er ástandið verra í USA, allt flæðandi í dópi, mannsali, og fleira og fleira, þetta er varla til á Kúbu, fólk á Kúbu deyr ekki úr hungri eins og t.d. í USA, vissulega á almenningur ekki mikla peninga en það á mat og það nauðsynlegasta til að lifa, snýst lífið um það að eiga það allra nýjasta og flottasta ? Ég held að þetta viðskiptabann hafi ekkert að segja í dag og það sé bara prinsipp að fá því aflétt, það er búið að vera á síðan 1962. Á Kúbu er frábært mennta og heilbrigðiskerfi og hefur verið það lengi.

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 20:14

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég ætla ekki að kýta við þig um þetta, því ég hef aldrei komið til Kúbu. En ófagrar voru lýsingarnar. En ég held við getum verið sammála um það að víða um heim er komið afskaplega illa fram við þá sem minnst mega sín og því þarf að breyta.

Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 20:25

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er sammála þér að víða um heim koma stjórnvöldið afskaplega illa fram við sína þegna og Bush er nánast þar fremstur í flokki. En þó svo þeir á Kúbu séu 40 árum á eftir vestrænum ríkjum í flottræfilshætti þá gefur það mér ekki slæma ýmind af landinu, fólkið er jú undir einræðisherra en hann fer ekki illa með sitt fólk en hann fer ekki vel með þá sem eru á móti sér, BNA fer ekki heldur vel með þá sem eru á móti BNA, það eru ansi mörg lönd sem BNA hefur ráðist á og vaðið yfir á skítugum skónum, rænt auðlindum, myrt og pyntað í nafni friðar, ogallann þennann viðbjóð samþykkja önnur ríki af óttablandinni virðingu við BNA. Fidel Castro á meira gott skilið en slæmt, það er mín skoðun.

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 22:27

11 identicon

Hvaðan hefur þú þetta um að allt sé flæðandi í dópi og mannsali í USA fólk sé að deyja úr hungri allavega ekki þar sem ég bý það hafa allir vinnu sem vilja vinna.Ég get ekki skilið þegar fólk frá þessum sæluríki gerir allt til að komast þaðan í burtu og það til þessa glæparíkis sem USA er, eða er þetta sælu ríki bara í nösunum á einhverjum afgdönkuðum Íslenskum kommum sem ekkert vita og alltaf halda að grasið se grænna hinum meginn við lækinn.Ég spyr þig Sævarinn hvernig var ástandið í gamla Austur þýskalandi þegar Íhaldið í Vestur þýskalandi tok yfir.Komma kenningin er falleg en bara virkar ekki eins og Markús segir að komminn frá íslandi fann út "það var allt svo vonlaust. " Ég held að þu ættir að flytja þangað

Loki (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:39

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Ertu svona standup grínari Loki ? býrð þú í nokkuð í lögregluríkinu Texas þar sem það er löglegt að drepa fólk ? F.Y.I. 60% af öllum fíkniefnamarkaðinum er í USA hvorki meira né minna. Það er áætlað að 20 milljóna kana reyki hass, það er áætlað að 6 milljón kana noti kókaín, það er áætlað að hálf milljón kana neyti heróíns, það er áætlað að 13 milljón kana séu alkar, það er áætlað að 1/3 kana á aldrinum 20 - 40 hafi prufað einhverra tegund ólöglegra fíkniefna á síðasta ári, það er áætlað að helmingur vinnandi fólks í USA hafi prufað einhverra tegund ólöglegra fíkniefna á síðasta ári. Ekki veit ég í hvaða ríki af 52 þú býrð en landið sem þú dásamar svo mjög er talið að 38.2 milljón manns lifi við hungurmörk og af þeirri tölu eru það 14 milljónir barna. Gleðikonur og ólöglegir innflytjendur sem glæpagengi eiga og gengur það fólk kaupum og sölum ef það er þá ekki myrt. Alveg hreint frábær samnefnari hjá þér, Austur Þýskaland og Kúba, hvað næst ? Kína og Sovét ? og gargandi snilld hjá þér þetta "halda að grasið sé grænna hinum meginn við lækinn" ertu kannski að fá þér eina jónu og Bud núna ? nei bara spyr því það sem þú skrifar er svo arfvitlaust að það nær ekki neinu tali. Auðvitað vija einhverjir fara til annara landa og meika það, þú ert t.d. í USA, munurinn er að þú mátt það, þeir ekki og sumir sætta sig ekki við það og strjúka. En hvað segir þú annars um það sem ég sagði um BNA og þeirra hátterni ? er þetta allt saman bull í mér ?

Sævar Einarsson, 20.2.2008 kl. 00:46

13 identicon

Ekki hef ég haldið því fram að US se fullkomið  það dettur mer alls ekki í hug að gera en segðu mer hvaðan hefur þu þessar tölur og nei ég bý ekki í Texas þar sem þu segir að sé löglegt að drepa fólk sem er algjört rugl í þér Það fóru nú ófáir fyrir framan aftökusveitina hjá félaga Castro og hans helsti stuðnings maður og byltingabróðir varð að flyja svo hann yrðiekki drepinn

Veistu að folk má fara héðan úr þessu voðalega vonda lögregluriki ef það vill það en það má fólk ekki í þessum svokölluðu sæluríkjum þínum Kúbu og  öðrum kommunistaríkjum ef það er hægt að tala um þau í fleirtölu lengur þar sem fólkið  í  þeim gerir allt til að losna við þesskonar stjórnarfar sem vitlausir smákommar á ilsandi skilja ekki

Ef þu lest frettir hvort heldurðu að se meira um að fólk se að reyna að komast inní USA eða Kubu og hvort landið er fólk viljugra að yfirgefa.   

Loki (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 03:10

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Annaðhvort ertu bólufreðinn eða lesblindur og ég ætla að skjóta á lesblindur þó svo hitt sé ekkert ótrúlegra. Lestu það sem ég skrifaði áður en þú ætlar að hafa eitthvað eftir mér, þessar tölur um fíkniefnin finnur þú með því að nota www.google.com. Lestu þessa grein um þitt ástsæla himnaríki  og spurðu mig svo aftur hvort það sé löglegt að deyða fólk í Texas eða ekki. Vissulega var fólk sem var á móti Fidel Castro annaðhvort sett í fangelsi eða skotið, ég hef aldrei sagt að svo sé ekki, en ef þú horfir á 50 ára valdatíð Fidel Castro og 7 ára valdatíð Bush, þá er hægt að líkja Fidel Castro við móðir Teresu í samanburði við þá stríðsglæpi sem Bush hefur framið á sínu 7 ára valdatímabili, og þá eru allir hinir forsetarnir eftir. Ég hreinlega nenni ekki að lesa mig til um það og leggja það saman hvað BNA hefur slátrað mörgum óbreyttum borgurum víða um heim síðustu 50 árin, en það eru skuggalega háar tölur. Og svaraðu mér síðan þegar ég spyr þig um háttsemi "friðelskandi" þjóðina United States Of America

Sævar Einarsson, 20.2.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband