Huggun harmi gegn
19.2.2008 | 09:13
Svona til að minnka tregann yfir því að Keira kom (hugsanlega) ekki verð ég að segja ykkur frá því að Kelly McKnightley varði Valentínusardeginum hér á landi, en kærasti hennar Robert McFerrin, sem vinnur á póstdreifingarmiðstöðinni í Perth kom henni rækilega á óvart með að bjóða henni hingað.
Þau dvöldu á gistiheimilinu Svöluhreiðrinu, fóru á American Style og Players og skemmtu sér víst konunglega á Íslandi. Robert keypti handa henni litla Grýlu-styttu í Rammagerðinni og hún gaf honum knús.
Þau eru að hugsa um að koma hingað aftur eftir svona tuttugu ár þegar þau hafa náð að safna sér fyrir annarri ferð hingað. Þeim fannst nefnilega pínulítið dýrt að dvelja hér.
![]() |
Kom Keira Knightley ekki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Athugasemdir
Jáááá bíddu! Hann var aftur sá sem náði athygli hennar með því að raða póstinum vitlaust?
Hrönn Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 09:35
Nákvæmlega, þetta mundirðu
Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.