Islam
18.2.2008 | 17:58
Eins og menn muna voru þeir Salman Tamimi formaður félags múslíma á Íslandi og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur í viðtali hjá mér í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu á föstudaginn var.
Við ákváðum að bæta um betur og fengum Gústaf A. Níelsson sagnfræðing í heimsókn í dag. Hann er sérfróður um menningarheim múslíma og hvaða áhrif fjölgun þeirra á vesturlöndum hefur haft. Hann lá ekkert á skoðunum sínum og rökstuddi þær mjög vel. Hlustendur hringdu inn og urðu snörp og skemmtilegt skoðanaskipti. Mjög magnað og merkilegt viðtal sem verður endurflutt ásamt viðtalinu við þá Salman og Bjarna eftir miðnætti í nótt.
Ég vil eindregið hvetja þá sem hafa áhuga á þessu málefni að vaka og hlusta!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll, Markús, þakka þér fyrir síðast, og velkominn á Moggabloggið! En segðu okkur nú: Hvenær verður þessi þáttur með ykkur Gústaf endurtekinn? – Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 18.2.2008 kl. 18:09
Þakka þér fyrir, sömuleiðis Jón Valur. Þátturinn verður endurtekinn í nótt, sennilega eftir háttatíma flestra. Hygg að það sé milli 1 og 3 í nótt. Kveðja,
Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 18:14
Sæll,mig langar til að biðja þig um að koma til Arnþrúðar skilaboðum um að hún hafi skoðanakönnun hvað margir vilja horfa á samkvæmisdans í sjónvarpinu.
anna (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:38
Anna, alveg sjálfsagt. Skal koma því á framfæri við hana. Kveðja,
Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.