Kalli Tomm

0kallitomm...ekki leikurinn, heldur maðurinn, var gestur í Rödd Alþýðunnar í morgun. Hann talaði auðvitað aðeins um leikinn góða. Ef einhver fattar ekki hvað ég á við með því er þetta leikur sem hefur gengið hér á blogginu og gengur út á það að einn hugsar sér mann og aðrir reyna að giska á hvern átt er við. Það vita allir hvað þetta er.

Svo töluðum við að sjálfsögðu um Gildruna, stjórnmálin og Mosfellsbæ. Að ógleymdu öllu hafaríinu í kringum Álafoss-kvosina á sínum tíma. Sem var að sögn Karls ekkert raunverulegt hafarí heldur byggt á misskilningi. Enda vegurinn á góðri leið með að klárast og á að verða tilbúinn síðsumars.

Kalli Tomm er  jafnskemmtilegur og bloggið hans bendir til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband