Erum við ekki aðeins að missa okkur?
14.2.2008 | 13:41
Síðast þegar ég vissi vorum við um 300.000 talsins, íslendingar. Það er ekkert að því að vera með háleitar hugmyndir, en þær þurfa kannski að vera raunhæfar. Það er verið að byggja risavaxin skrifstofuskrýmsli um allt höfuðborgarsvæðið og mér er satt að segja til efs að það takist að finna fólk og fyrirtæki til að fylla alla þá fermetra sem í boði eru og verða.
Kannski er það hægt, en ojojoj mér finnst þetta tú möts.
Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
.....en þetta er atvinnuskapandi og skapar hagvöxt............ Er hægt að fara fram á meira?
Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 13:43
Hehe já satt hjá þér Hrönn. Allavega svona á meðan verið er að prika þessu upp, síðar er þetta magasársvaldandi með ívafi af þungum áhyggjum og undirliggjandi angist.
Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 13:48
Það er illþolandi hve fólk er á móti öllum framförum. Það vantar tilfinnanlega fleiri háhýsi við Smáratorgs-Smáralindar ófögnuðinn því þessi eini glerturn er eins og uppidagað nátttröll á þessum stað. Svona fimm eða sex háhýsi og heldur hærri en turninn er það sem vantar þarna svo þetta geti talist miðbæjarkjarni fólki bjóðandi. ...og fleiri leikfangaverslanir, þetta er engin samkeppni eða úrval í leikfangageiranum!
corvus corax, 14.2.2008 kl. 13:53
Corvus corax, sem betur fer hljómar þetta eins og kaldhæðni hjá þér.
Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 13:57
Þessi uppbyggingarhrækjugangur er orðin svo pirrandi að það er óþolandi, hvenær þetta verslanamiðstöðvardrasl springur fast framan í okkur er ekki langt í. Þá er nú ekkert betra að fylla þetta húsaofframboð af einhverju skrifstofurusli, skást þætti mér ef við gætum notað þetta sem fyrir er. Smáralindin virðist nú vera mannlaus nema fyrir jólin.
Eiríkur Harðarson, 14.2.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.