Snillingurinn

0BowieImanDavid Robert Jones er fćddur áriđ 1947, ţann 8. janúar nánar tiltekiđ. Sama dag og Elvis Presley og André Bachmann. Hann hefur veriđ viđriđinn tónlist jafnlengi og ég hef veriđ til, og hefur komiđ víđa viđ í tónlistarsköpun sinni. Hann hefur aldrei veriđ hrćddur viđ ađ prófa eitthvađ nýtt og yfirleitt veriđ á undan sinni samtíđ í tónlistarsköpun, og aldrei látiđ segja sér hvernig hann á ađ gera hlutina.

Hann er kvćntur sómölsku ofurfyrirsćtunni Iman, en í upphafi ferilsins og langt fram á 9. áratuginn voru menn eitthvađ ađ velta fyrir sér kynhneigđ kappans. Enda gerđi hann dálítiđ út á ţađ ađ vera ekki eins og fólk er flest (eđa var flest á ţeim tímum).

Áriđ 1966 breytti hann nafni sínu ţví margir rugluđu honum saman viđ Davy Jones úr The Monkees. Nafniđ Bowie varđ fyrir valinu í höfuđiđ á hetjunni Jim Bowie sem barđist í orrustunni um Alamo. 

David Bowie hefur haft gríđarleg áhrif í sköpun sinni og hefur til allrar hamingju mjög sjaldan misst flugiđ. Snemma á ferlinum var hann á sömu línu og margir ungir menn á hans tíma, samdi beat tónlist og söng blús. Ţađ var svo áriđ 1969 ađ hann öđlađist frćgđ međ laginu um majórinn Tom sem fór í geimferđ; Space Oddity. Áttundi áratugur síđustu aldar einkennist af ákveđinni tilraunastarfsemi og hlutverkaleikjum. Ţá urđu líka einhverjar bestu plötur tónlistarsögunnar til, eins og glamrokk platan um Ziggy Stardust, Soul platan Young Americans og Berlinarsnilldarverkin Low og Heroes.  Ég gćti auđvitađ taliđ upp allt sem hann gerđi á ţessum tíma, ţví ađ mínu mati ber hvergi skugga á, alveg frá Hunky Dory frá 1971 til Ashes to Ashes frá 1980.  Reyndar er dálítiđ merkilegt ađ segja frá ţví ađ David Bowie sjálfur segist muna mjög lítiđ hvađ hann var ađ gera á ţessum tíma, sökum eiturlyfjavímu, en honum tókst sem betur fer ađ koma sér upp úr ţví.

Sumir hafa haft horn í síđu diskóplötunnar Let´s dance sem út kom 1983 sem Bowie vann ađ ásamt Nile Rodgers úr diskósveitinni Chic. Ţó svo ađ platan sé kannski ekki međ hans bestu verkum seldist hún gríđarlega vel og olli ţví ađ miklu fleiri kynntust meistara Bowie en ella hefđi kannski orđiđ. Í kjölfar Let´s dance komu svo Tonight og Never let me down sem út kom 1987. Sumir segja ađ sú plata sé hans lélegasta en ađrir ađ ţar sé vanmetnasta verk David Bowie á ferđ.

Á ţeim rúmu tveimur áratugum síđan sú plata kom út hefur hann gert eitt og annađ í tónlist, án ţess ađ ná kannski sömu hćđum í vinsćldum og á níunda áratugnum, en hann hefur alltaf notiđ mikillar virđingar, einkum kannski fyrir ađ ţora ađ prófa alltaf eitthvađ nýtt. Ţađ sýnir tildćmis rokkbandiđ Tin Machine sem starfađi á árunum 1989 til 1991 og sú stađreynd ađ engin af plötum hans frá 10. áratug síđustu aldar er eins. Ţar gćlir hann viđ raftónlist, jungle og drum´n´bass og fleira međ ljómandi fínum árangri. Svo má ekki gleyma ţví ađ hann fyllti Laugardalshöllina áriđ 1996 og myndi án efa gera ţađ aftur ef hann kćmi í heimsókn.

Seinasta plata Bowies kom út áriđ 2003, og heitir Heathen. Í kjölfar útgáfunnar fór hann í tónleikaferđ sem varđ reyndar styttri en ćtlađ hafđi veriđ ţví kappinn ţurfti ađ gangast undir minniháttar hjartaađgerđ um mitt ár 2004. Hann kennir ţetta miklum reykingum og löngum ferđalögum. Hann virđist nú hafa náđ sér ágćtlega eftir ţetta en hefur eins og fyrr sagđi ekki gefiđ út stóra plötu síđan áriđ 2003. Hann hefur unniđ međ mörgum listamönnum síđan ţetta var, tók til dćmis lagiđ á sviđi međ hljómsveitinni Arcade fire og međ söngkonunni Aliciu Keys svo einhverjir listamenn séu nefndir. Hann söng tvö lög á tónleikum međ David Gilmour úr Pink Floyd, og var annađ ţeirra Arnold Layne gefiđ út á smáskífu áriđ 2006.

Nú hefur hann ákveđiđ ađ ađstođa sönkonuna Scarlett Johanson og ţađ er óneitanlega áhugavert ađ sjá og heyra niđurstöđuna úr ţví, enda verđa flest lögin eftir annan snilling, Tom Waits.


mbl.is Bowie hjálpar Scarlett
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Töff samantekt!

A lad insane (IP-tala skráđ) 14.2.2008 kl. 16:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband