Hverjum er ekki sama?

Írski póstburðarmaðurinn Kelly McKnightley mun verja Valentínusardeginum, sem er næstkomandi fimmtudag, hér á landi, en kærasti hennar Robert McFerrin, sem vinnur á póstdreifingarmiðstöðinni í Perth mun hafa komið henni hrikalega á óvart með því að bjóða henni hingað.

„Það hljómar eins og þetta hafi kostað heil ósköp. Allavega meira en venjulegur póstburðarmaður hefur ráð á. Ég held að þetta hafi allt komið henni á óvart. Mér fannst hún reyndar frekar fúl yfir þessu því bjór er svo dýr á Íslandi og Guinness fæst varla,” sagði Gladys vinkona Kellýar sem vinnur líka á pósthúsinu.

Hún sagði kærustuparið gerði mikið af því að fara á afvikna staði í vinnunni til að njóta þess að vera saman, því Kelly býr í tveggja herbergja íbúð ásamt foreldrum sínum og 8 systkinum.  Hún er kaþólsk.

Parið kynntist þegar Kelly var að bera út póst á Bath Avenue í Perth árið 2005 og mun Róbert iðulega hafa raðað vitlaust í pokana hennar til að ná að kynnast henni. Kelly lýsti því nýlega yfir að þau hefðu ekki í hyggju að ganga í hjónaband á næstunni, og mun Róbert vera miður sín yfir því, því Kelly McKnightley ER kaþólsk.


mbl.is Knightley á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt að fólk sem ég hélt að væri á aldri til að hafa vit til þess að láta ekki svona, geti ekki farið yfir þær fréttir sem það hefur ekki áhuga á! Ef þér er sama um hvar Keira er þá skaltu EKKI skoða fréttir sem heita "Knightley á Íslandi". Gjörsamlega út í hött!

Tinna (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Parið kynntist þegar Kelly var að bera út póst á Bath Avenue í Perth árið 2005 og mun Róbert iðulega hafa raðað vitlaust í pokana hennar til að ná að kynnast henni."

Ferlega hefði ég orðið pissed á svona gaur! Það hefði dugað svo miklu betur að segja t.d.: "even though I am a mountain handsome......."

Hrönn Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 12:59

3 identicon

Ég get alveg sagt þér það að stórum hluta Íslendinga er ekki sama. Svona fréttir eru iðulega þær mest lesnu á vefnum. Eins gott að þú sért ekki að stjórna fjölmiðli. Þá er ég ansi hræddur um að hann myndi fara á hausinn fljótlega.

Ágúst (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:31

4 identicon

Hehehe,

jóna (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:47

5 identicon

Mér finnst þín útgáfa af fréttinni mun betri!

Ágústa (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:53

6 identicon

TUSSA!

Bjarni (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:13

7 Smámynd: Sporðdrekinn

 Góð þýðing hjá þér.

Ég ætla nú samt að vona að þetta pósthúsapakk (það á enginn sem vinnur í pósthúsi að taka þetta til sín) hafi sparað aurana sína, við viljum nefnilega að þau spreði smá á meðan að þau eru á landinu.

Annars finnst mér frábært að Íslendingar séu ekki stjörnu óðir, gott að fólk fái bara að vera það sjálft á okkar yndislega landi þegar að það kemur í heimsókn.

Sporðdrekinn, 12.2.2008 kl. 14:42

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Fyndið hvað fólk getur verið hörundsárt fyrir hönd stjarnanna sinna. En mikið rosalega er nú gott að ég skuli hvergi koma nálægt fjölmiðlun, það væri sennilega allt á leiðinni á hausinn þar.

Markús frá Djúpalæk, 12.2.2008 kl. 15:07

9 identicon

Það er ástæða fyrir því að þessi frétt flokkist undir "Fólkið" á mbl.is. Það er svo að fólk eins og ég og þú getum hunsað fréttina, þar sem aðrir virðast hafa áhuga á slíkum fréttum.

Ármann (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:31

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Reyndar finnst mér sumt af þessum "fólks-fréttum" ágætlega áhugavert, en margar þeirra eru svo miklar ekki-fréttir að mann svíður.

Markús frá Djúpalæk, 12.2.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband