Rödd Alþýðunnar talaði í morgun
11.2.2008 | 12:17
Í Bloggþættinum á Útvarpi Sögu í morgun heyrðum við aðeins í henni Önnu Kareni Símonardóttur sem kallar sig Halkötlu. Hún bloggar um allskonar skrýtna hluti, eins og t.d. munasöfnun Kaþólsku kirkjunnar. Skemmtilegt spjall við Norðfirðinginn unga og knáa.
Á seinni klukkutímanum sátu þau Halla Rut og Gísli Freyr, bæði Moggabloggarar, hjá mér. Við töluðum um það sem efst er á baugi í þjóðfélaginu núna, eins og mál innflytjenda og REI málið ógurlega. Þau voru bæði mjög skelegg og skemmtileg og aldrei að vita nema ég plati þau í heimsókn aftur við tækifæri.
Ef þú ert bloggari sem vilt koma skoðunum þínum á framfæri í Rödd Alþýðunnar skaltu ekki hika við að hafa samband við mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.