Reykingar eru auðvitað viðbjóður...

...en þetta hljómar samt eins og ráðherra vilji slá sig til riddara. Skv. lögunum eru reykherbergi, vel loftræst og einangruð, leyfð á vinnustöðum. Alþingi er vinnustaður hvað sem fólki kann að finnast um vinnubrögðin þar. Aftur á móti er skýrt tekið fram í lögunum (eða reglugerðinni) að reykingar séu bannaðar á almenningsstöðum eins og skemmtistöðum, skólum, sjúkrahúsum og í fólksflutningatækjum. Einfalt og skýrt. Hitt er svo allt annað mál að auðvitað væri skynsamlegt að hafa samskonar reykherbergi á skemmtistöðum og ölstofum svo fólk þurfi ekki að híma úti í norðangarranum við þennan óholla óskunda.

Það herbergi þarf samt að vera þannig útbúið að þeir sem vilja ekki láta reykja sig eins og hangilæri komist hjá því.

Lokun reykherbergis á Alþingi er bara fyrirsláttur og sýndarmennska; það þarf að finna lausn fyrir skemmtistaðina sem allir geta sæst á.


mbl.is Vill láta loka reykherbergi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Er ekki tímabært að hætta að selja tóbak, ríkið hefur jú einka dreifingu á því.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ætli það færi þá ekki á svartan markað bara. Veit ekki hvort það er skárra.

Markús frá Djúpalæk, 9.2.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband