Grunnur að nýrri ensk-íslenskri orðsambandabók
5.2.2008 | 21:06
Stolið, stælt og skrumskælt:
1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar
Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki
dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til
skógar
26. Mountain handsome = fjallmyndarlegur
27. Are you from you = Ertu frá þér
28. What s on the small fish? - Hvað er á seyði
Athugasemdir
Mig langar til að bæta við uppáhöldum okkar hjónanna:
Rúsínurassgat = Raisinasshole
Þú ert algjör drullusokkur = You are total plunger
Sporðdrekinn, 6.2.2008 kl. 03:52
eheheheheh góð byrjun!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 12:20
Ég verð nú að segja svona við nánari yfirlegu að númer 25 slær algjörlega í gegn hjá mér.
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 13:48
Even though I am mountain handsome, I don´t walk whole to the forrest....
Markús frá Djúpalæk, 6.2.2008 kl. 14:24
Þessi pikköpplína mundi aldeilis slá í gegn á brezkum pöbbum..... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 14:31
Hehe ábyggilega - einkum ef henni fylgdi flottur íslenzkur hreimur....
Markús frá Djúpalæk, 6.2.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.