Karl Væl

0hnifasettÉg hef aldrei horft á Sjónvarpsmarkaðinn, eða heitir það Vörutorg? Fyrr en í morgun.  Þá datt ég inn á þetta fyrirbæri fyrir hreina tilviljun. Þarna stóð skrækróma karlmaður og hvatti áhorfendur til að kaupa hitt og þetta eldhúsdót frá einhverjum Karli Væl, sem er líkast til frændi þess sem talaði ef marka mátti röddina. Væl var víst búinn að framleiða dótið síðan á 19. öld. Með góðum árangri að sögn. Karl Væl var meira að segja tilbúinn að veita þeim sem voru tilbúnir að kaupa græjurnar á stundinni, strax í dag, ábyrgð næstum fram á miðja 21. öldina. Þetta hljóta að vera góðir pottar og pönnur. Og meira að segja umhverfisvænir eins og vælandi karlinn benti nokkrum sinnum á í útsendingunni. Þarna var líka í boði hnífasett (ég ætla ekki einu sinni að segja Framsóknarflokkurinn). Ég held að Karl Væl hafi líka búið það til. Meginástæða áhorfenda fyrir að kaupa hnífana var ekki sú að þarna gætu þeir eignast flugbeitta hnífa sem bíta vel, jafnt á tómata sem nautasteikur, onei. Aðalástæða þess að fólk skyldi eignast hnífasettið var sú að þá myndi það slá svo rækilega í gegn í grillveislunum í sumar! Ég greip andann á lofti og hugsaði "Vá!"

En svo hugsaði ég hvort yfirborðsmennsku fólks væru engin takmörk sett og slökkti. Held ég kveiki ekki aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég ætla að verða ógeðslega fitt með alhliða líkamsræktartækinu....

Annars horfi ég aldrei á sjónvarp

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Alhliðatækið er greinilega snilld 

Markús frá Djúpalæk, 4.2.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Beturvitringur

Aðalhöfðinginn í þessum kynningum, sérstaklega með styrkingu allra VÖVVÐANNA í huga, gæti passað á deild með Laufdal á Omega!!!

Allavega stend ég upp, stekk jafnvel, til að slökkva þegar heyrist í þessum mönnum í þessum þáttum, og það þótt ég verði að teljast hreyfihömluð að nokkru leyti.

E.S. Með kveðju frá HNLFI (prófið að bera þetta fram eins og orð væri, ekki vera samt með vitin fyrir framan neinn)

Beturvitringur, 5.2.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, ég held það sé gaman að vera svona sjónvarpsmaður. Læt mig dreyma um það í laumi og án vonar um að af því verði. Ekki má ég gleyma að ég hef andlit fyrir útvarp.

Markús frá Djúpalæk, 5.2.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband