Rödd Alþýðunnar - Mannanafnanefnd og réttindi transgender fólks
3.2.2008 | 15:56
Síðan í október hefur mannanafnanefnd hafnað sex umsóknum um skráningar en samþykkt ellefu. Eiginnafninu Pia var hafnað þar sem það tekur ekki eignarfallsendingu og rithátturinn er ekki í samræmi við íslenska hefð.
Rödd alþýðunnar - Bloggþáttur Útvarps Sögu verður á dagskrá í fyrramálið milli kl. 7 og 9. Þangað fæ ég góðan gest, Önnu K. Kristjánsdóttur sem ætlar að tala um réttindi transgender fólks, vandamál í sambandi við nafngiftir og fleira. Anna skrifað góðan pistil um þetta mál á bloggið sitt í dag og eins í mars á síðasta ári. Í tengslum við þetta ætlum við að skoða reglur um mannanöfn á Íslandi og vitna í bloggfærslur í því sambandi.
Í þættinum verður auðvitað líka kíkt inn á fleiri blogg og fylgst með hvað fólk er að taka sér fyrir hendur í bloggheimum.
Stillið á Útvarp Sögu í fyrramálið milli klukkan 7 og 9.
Piu og Sven hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.