Aðilar íslenskunnar
2.2.2008 | 14:30
Þessi frétt birtist á visi.is fyrir örskömmu:
James Spears faðir Britney Spears er nú lögráðaaðili yfir dóttur sinni og eigum hennar samkvæmt úrskurði dómstóls í Los Angeles.
Þarna er verið að búa til heljarlanga setningu sem hefði getað orðið helmingi styttri og skilmerkilegri:
Dómstóll í Los Angeles hefur skipað James Spears, föður Britney Spears lögráðamann dóttur sinnar.
Án þess að ætla að hljóma eins og málfarsfasisti þá hljómar setningin af vísisvefnum alveg hræðilega og ég get engan veginn skilið þessa aðilavæðingu tungumálsins.
Eða er þetta kannski bara nöldur?
Athugasemdir
Þetta er ekki nöldur,Markús. Þetta er góð athugasemd og réttmæt. Of margir þeirra sem skrifa fréttir á visir.is og mbl.is kunna ekki að halda á penna og ættu að finna sér önnur störf.
Eiður (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:44
Kærar þakkir, bróðir í ....... - ... í málfarsfasistahreyfingunni
Beturvitringur, 2.2.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.