Tvöföldun Suðurlandsvegar - Rödd alþýðunnar á Útvarpi Sögu
31.1.2008 | 16:31
Í þættinum var rætt um hvernig nýjum Suðurlandsvegi skyldi háttað.
Mörgum hefur verið þyrnir í augum bágt ástand Suðurlandsvegar og sú mikla slysahætta sem er þar. Ástandið batnaði nokkuð við gerð mislægu gatnamótanna að Þrengslavegi en sú staðreynd er enn uppi að vegurinn er að mestu leyti enn mjór sveitavegur, þrátt fyrir að þar oftast ekið mun hraðar en leyfilegt er annars staðar í veröldinni á slíkum vegum. Umferðarþungi er einnig mikill þar, einkum yfir sumartímann þegar stanslaus straumur er úr höfuðborginni í sveitasæluna fyrir austan fjall.
Til að ræða þetta mál mætti G. Pétur Matthíasson upplýsingarfulltrúi vegagerðarinnar ásamt Vigni Arnarsyni bloggara úr Þorlákshöfn. Eftir því sem Pétur upplýsti hefur pólítísk ákvörðun þegar verið tekin og vinna komin af stað við hönnun og undirbúning 2+2 vegar.
Að sögn Péturs stendur ekki til að lýsa upp leiðina, því lýsing getur verið tvíbent sverð. Staurar, meira að segja þeir sem eiga að vera eftirgefanlegir eru ekki hollir bifreiðum, auk þess sem við sumar aðstæður gæti lýsing truflað meira en hjálpað. Hið sama sagði hann um miklar skiltamerkingar við veginn. Aftur á móti er vegrið nauðsynlegt, og jafnvel skylda samkvæmt einhverjum alþjóðlegum stöðlum.
Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár kom aðeins inn í umræðuna og fagnaði því að undirbúningsvinna væri hafin við þessa miklu samgöngubót.
Tvisvar tvöfaldur Suðurlandsvegur er greinilega mikil framkvæmd, sem kallar meðal annars á vel á annan tug mislægra gatnamóta á leiðinni frá Reykjavík til Selfoss.
Á næstunni mun verða tekið á fleiri málum sem vekja athygli og áhuga bloggara, því eins og gefur að skilja eru þeir þverskurður þjóðarinnar sem hlustar og talar á Útvarpi Sögu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Athugasemdir
Mer list vel á tvisvar tvöfaldan Suðurlandsveg eg skil vel þetta með staurana.
Sporðdrekinn, 31.1.2008 kl. 18:47
Saga er málið.
Eiríkur Harðarson, 31.1.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.