Færeyjar
31.1.2008 | 14:07
Tekið af Wikipedia
Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema ein, en mjög fátt fólk er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þar eð norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var Grímur kamban.
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.