Níu milljónir á mánuði...

0svarthofdiHa, nei ég var ekki að fá kauphækkun, skárra væri það nú. Ég heyrði bara í fréttunum áðan að Hreiðar Már hjá bankanum, held hann heiti KB núna, væri með þetta í laun. Þetta er örugglega bara fínt þó að margt fólk sem er ekki með eins mikla ábyrgð og mætir sennilega bara í vinnuna til að fá launin sín um hver mánaðamót sé þrjú ár eða jafnvel lengur að vinna sér inn mánaðarlaun forstjórans. En við megum ekki öfundast. Það er ljótt. Svona laun fær enginn nema hann vinni fyrir þeim, hann áorkar ábyggilega margfalt á við okkur, dauðlega fólkið; hver klukkustund hjá honum er á við 1000 hjá mér geri ég ráð fyrir. Það hlýtur bara að vera.

Kannski er þjóðsöngurinn um Hreiðar...

En eigum við kannski að reikna aðeins? Ef við gefum okkur að Hreiðar fái 65% launannana útborguð, gæti verið meira, gæti verið minna - ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. En keisarinn hlýtur að fá eitthvað frá honum líkt og mér og þér. Ef við reiknum útfrá níu milljónum sléttum standa því eftir fimmmilljóniráttahundruðogfimmtíuþúsund um hver mánaðamót. Mér skilst að einstaklingur þurfi að meðaltali 170.000 kr. til að framfleyta sér á mánuði þannig að Hreiðar á 5680.000 umfram það um hver mánaðamót. Ekki slæmt. Í hverri viku á hann því 1420.000 krónur afgangs. Það gerir 202.857 krónur og einhverja aura á dag. Sumir eru með það í mánaðarlaun og eru bara hressir með. Ef við ímyndum okkur að Hreiðar sofi 8 tíma á sólarhring á hann 16 klukkustundir eftir til að gera eitthvað skemmtilegt með launin sín. Eða eigum við að snúa þessu við og ímynda okkur að hann vinni 16 klukkutíma á sólarhring, jú gerum það! Þá er hann Hreiðar okkar með 12.678 krónur í laun á tímann.

Iss ekki ætla ég að öfunda hann. Þetta er ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband