Níu milljónir á mánuđi...
31.1.2008 | 10:53
Ha, nei ég var ekki ađ fá kauphćkkun, skárra vćri ţađ nú. Ég heyrđi bara í fréttunum áđan ađ Hreiđar Már hjá bankanum, held hann heiti KB núna, vćri međ ţetta í laun. Ţetta er örugglega bara fínt ţó ađ margt fólk sem er ekki međ eins mikla ábyrgđ og mćtir sennilega bara í vinnuna til ađ fá launin sín um hver mánađamót sé ţrjú ár eđa jafnvel lengur ađ vinna sér inn mánađarlaun forstjórans. En viđ megum ekki öfundast. Ţađ er ljótt. Svona laun fćr enginn nema hann vinni fyrir ţeim, hann áorkar ábyggilega margfalt á viđ okkur, dauđlega fólkiđ; hver klukkustund hjá honum er á viđ 1000 hjá mér geri ég ráđ fyrir. Ţađ hlýtur bara ađ vera.
Kannski er ţjóđsöngurinn um Hreiđar...
En eigum viđ kannski ađ reikna ađeins? Ef viđ gefum okkur ađ Hreiđar fái 65% launannana útborguđ, gćti veriđ meira, gćti veriđ minna - ég geri mér ekki alveg grein fyrir ţví. En keisarinn hlýtur ađ fá eitthvađ frá honum líkt og mér og ţér. Ef viđ reiknum útfrá níu milljónum sléttum standa ţví eftir fimmmilljóniráttahundruđogfimmtíuţúsund um hver mánađamót. Mér skilst ađ einstaklingur ţurfi ađ međaltali 170.000 kr. til ađ framfleyta sér á mánuđi ţannig ađ Hreiđar á 5680.000 umfram ţađ um hver mánađamót. Ekki slćmt. Í hverri viku á hann ţví 1420.000 krónur afgangs. Ţađ gerir 202.857 krónur og einhverja aura á dag. Sumir eru međ ţađ í mánađarlaun og eru bara hressir međ. Ef viđ ímyndum okkur ađ Hreiđar sofi 8 tíma á sólarhring á hann 16 klukkustundir eftir til ađ gera eitthvađ skemmtilegt međ launin sín. Eđa eigum viđ ađ snúa ţessu viđ og ímynda okkur ađ hann vinni 16 klukkutíma á sólarhring, jú gerum ţađ! Ţá er hann Hreiđar okkar međ 12.678 krónur í laun á tímann.
Iss ekki ćtla ég ađ öfunda hann. Ţetta er ekki neitt.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.