Ţorraţrćll
29.1.2008 | 21:31
Kristján Jónsson fjallaskáld fćddist 20.júní 1842 í Krossdal í Kelduhverfi og ólst upp í ţeirri sveit og í Öxarfirđi. Áriđ 1861 birti hann nokkur kvćđi eftir sig í blöđum og varđ fljótlega kallađur Fjallaskáld. Kristján gekk í Lćrđa Skólann í Reykjavík, hann hélst ekki viđ bókina en togađist inn í sollinn í höfuđstađnum, mun meira en góđu hófi gegndi. Svo fór ađ hann hćtti námi viđ Lćrđa Skólann áriđ 1868, eftir ađ velgjörđarmenn hans voru ađ ţví komnir gefast upp á skáldinu. Eftir ţađ gerđist hann barnakennari í Vopnafirđi ţar sem hann dó áriđ eftir, á tuttugasta og sjöunda aldursári (líkt og rokkstjörnur 20. aldarinnar). Bölmóđur og vonleysi einkennir mörg ljóđa Kristjáns eins og reyndar var algengt í ljóđum margra síđrómantískra skálda. Ţó var Kristján ađ sögn jafnan glađur og indćll í umgengni, ţó hugsanlega hafi heilsuleysi, drykkjuskapur og erfiđ ćska markađ sálarlíf hans og valdiđ honum ţunglyndi. Hann var eiginlega nokkurs konar útlagi á sinni tíđ sem hvergi festi rćtur. Ţótt ćvi Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds yrđi stutt var hann eitt af ástćlustu skáldum á sinni tíđ, og er sennilega enn.
Nú er frost á Fróni,
frýs í ćđum blóđ,
kveđur kuldaljóđ
Kári í jötunmóđ.
Yfir laxalóni
liggur klakaţil,
hlćr viđ hríđarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar ţung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
ćđrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Horfir á heyjaforđann
hryggur búandinn:
,,Minnkar stabbinn minn,
magnast harđindin. -
Nú er hann enn á norđan,
nćđir kuldaél,
yfir móa og mel
myrkt sem hel.
Bóndans býli á
björtum ţeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja ţá.
Hvítleit hringaskorđan
huggar manninn trautt;
Brátt er búriđ autt,
búiđ snautt.
Ţögull Ţorri heyrir
ţetta harmakvein
gefur griđ ei nein,
glíkur hörđum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjćr og nćr
kuldaklónum slćr
og kalt viđ hlćr:
,,Bóndi minn, ţitt bú
betur stunda ţú.
Hugarhrelling sú,
er hart ţér ţjakar nú,
ţá mun hverfa, en fleiri
höpp ţér falla í skaut.
Senn er sigruđ ţraut,
ég svíf á braut.
Athugasemdir
ég er ekki mikiđ ađ spá í ljóđagerđ en ég elska Kristján fjallaskáld!
halkatla, 29.1.2008 kl. 21:36
og ţađ er satt ađ hann var rokkstjarna síns tíma
halkatla, 29.1.2008 kl. 21:36
Ţakka ţér fyrir ađ byrta ţorraţrćlinn í heild sinni,mađur ţarf ađ lćra ţetta uppá nýtt,mundi bara eftir eftir fyrstu versunum .Ţarf ađ komast ađ ţví hvort ađ hefur veriđ eitthvađ tekiđ saman um Kristján fjallaskáld,hef einungis lesiđ um hann í bókum sem eru skrifađar um ađra en í ţeim hefur veriđ lítillega minnst á Kristján.Getur ţú bent mér á upplýsingar hvar er hćgt ađ nálgast betur um Kristján Fjallaskáld.?
jensen (IP-tala skráđ) 29.1.2008 kl. 23:36
Áriđ 1986 kom út bók hjá Almenna Bókafélaginu nefnd Kristján Jónsson - Ljóđmćli. Hún hefur veriđ endurútgefin a.m.k. tvisvar. Ţar er ađ finna mjög gott ćviágrip Kristjáns ritađ af Matthíasi Viđari Sćmundssyni sem einnig sá um útgáfuna ađ öđru leyti. Í bókinni er líka mjög góđ heimildaskrá fyrir ţá sem vilja kynna sér Kristján fjallaskáld betur.
Markús frá Djúpalćk, 30.1.2008 kl. 00:46
Í bókasöfnum (a.m.k. í Kópavogi, ţar er svo gott ađ búa) er hćgt ađ slokra í sig hvert ljóđskáldiđ eftir annađ. Oftast góđ heildarsöfn. Fjallaskáldiđ er umlukiđ depru og harmi. Mér finnst alltaf ađ hann hafi veriđ viđkvćmt, fagurt blóm sem hafnađi ekki í réttum jarđvegi, - og fölnađi fljótt.
Beturvitringur, 30.1.2008 kl. 01:34
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.