Blogg á Útvarpi Sögu
27.1.2008 | 14:21
Í fyrramálið kl. 7 hefst nýr þáttur á Útvarpi Sögu. Þar munum við fylgjast með því helsta sem er að gerast í bloggheimum, hvað það er sem vekur athygli bloggara hverju sinni og hvar heitustu umræðurnar fara fram.
Þarna fær grasrótin á Íslandi að tjá sig af fullum krafti um það sem hæst ber í þjóðfélaginu, við fáum bloggara í morgunkaffi, fólk fær að hringja inn og tjá skoðanir sínar um það sem til umfjöllunar er.
Því hvet ég alla bloggara til að fylgjast með á Útvarpi Sögu í fyrramálið kl. 7.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Athugasemdir
Þú ÆTLAR AÐ FARA AÐ LESA UPP ÚR BLOGGINU MÍNU .... Takk fyrir það. Ég veit ekki betur en ég sé það eina sem að er að gerast hérna í bloggheimum.
Brynjar Jóhannsson, 27.1.2008 kl. 14:26
Það er virkilega fínt að fá þetta efni inní dagskrána.
Eiríkur Harðarson, 27.1.2008 kl. 14:26
Held þetta verði spennandi.
Markús frá Djúpalæk, 27.1.2008 kl. 14:32
Já, þegar klukkan er SJÖ er nótt og maður nýsofnaður. Eini "sjensinn" er að maður hafi vakað frameftir og sé því ekki enn sofnaður
Beturvitringur, 27.1.2008 kl. 21:29
Já þú veist þá allavega hvaða málefni við erum að ræða um hérna hver fyrir sig og getur þá tæklað það sem þér þykir málefnalegast fyrir hlustendur . Ekki satt?
Vignir Arnarson, 29.1.2008 kl. 14:15
Hreina satt!
Markús frá Djúpalæk, 29.1.2008 kl. 14:29
Held að ég hlusti frekar á Zuuber...búnað lesa öll þessi blogg hvort sem er
Brynja Hjaltadóttir, 30.1.2008 kl. 00:54
Markús frá Djúpalæk, 30.1.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.