Er frí í skólunum?

Ef marka má þessa mynd eru mótmælendurnir unglingar í matarhléi í skólanum sínum.
mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Samt ágætt hjá fólki að mótmæla ef því misbýður. Það er bara margt meira og verra misrétti sem lýðst án þess að haft sé svona hátt yfir því.

Markús frá Djúpalæk, 24.1.2008 kl. 12:38

2 identicon

Unglingar eru líka fólk!  Við sem erum gjaldagreiðendur í borginni, fyrirvinnur unglinga og barna erum upptekin í störfum okkar og verkefnum.  Ég ÞAKKA þeim sem hafa tækifæri til að sýna mótmæli í verki.

Gróa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég er svo stoltur af þessu unga fólki sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er...betur að fleyri af okkur eldri hefðum dug og þor í að mótmæla ósvinnu kröftulega í stað þess að nöldra á kaffistofum...eða hnýta í þá sem hafa döngun í sér til að standa upp gegn óréttlæti.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er um að gera að mótmæla. Íslendingar gera alltof lítið af því. Það væri kannski ekki galið ef fólk tæki sig líka til og mótmælti hlutum sem skipta jafnmiklu máli eins og hávaxtastefnunni, háu verðlagi, lélegu heilbrigðiskerfi, kvótasvindlinu og öðru óréttlæti sem fær að vaða hér uppi næstum þegjandi og hljóðalaust. Þessi uppákoma í Ráðhúsinu er kannski frekar tilkomin vegna þess hversu auðvelt er hafa skoðun á og mótmæla þessu.

Markús frá Djúpalæk, 24.1.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Get tekið undir þau orð Markús...hafði reyndar ekki áttað mig á því að um smölun var að ræða þegar ég tjáði mig fyrir ofan...tekur vissulega mesta glansinn af þessu framtaki.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Beturvitringur

Mótmælin sjálfsögð - aðferðin forkastanleg.

Beturvitringur, 25.1.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband