Ég hélt þeir væru grænir með fálmara
24.1.2008 | 11:51
Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA velta nú vöngum yfir mynd sem eitt af geimförum þeirra sendi til jarðar frá Mars. Mars-bílarnir Opportunity og Spirit hafa ekið um yfirborð plánetunnar síðan í apríl árið 2004.
Í árslok sendi annar þeirra til jarðar mynd sem sýnist vera af einhverri lifandi veru á gangi um yfirborð plánetunnar.
Vísindamennirnir liggja nú yfir myndinni til þess að reyna að skera úr um hvort þetta sé skuggi, steinmyndun....eða hvort þarna sé í raun Marsbúi á ferðinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Athugasemdir
Sama uppstylling og hjá hundinum sem þú notar sem mynd. Hvar var hann um áramótin?
sigkja (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:07
Kannski var hann að skemmta sér á Mars - ekki gott að segja....
Markús frá Djúpalæk, 24.1.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.