Skemmtileg mismæli
24.1.2008 | 11:18
- Það er ekki hundur í hettunni (það er ekki hundrað í hættunni)
- Það er ljóst hver ríður rækjum hér (það er ljóst hver ræður ríkjum hér)
- Þetta er nú ekki upp í kött á nesi (... ekki upp í nös á ketti)
- Mér er nú ekkert að landbúnaði
- Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis
- Þessi peysa er mjög lauslát!
- Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi (geri aðrir betur)
- Hann sló tvær flugur í sama höfuðið
- ... þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg
- Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér
- Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm
- Hann sat bara eftir með súrt eplið
- Svo lengist lærið sem lífið (lærir svo lengi sem lifir)
- Og nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna! (uppskerutími)
- Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast
- Þar stóð hundurinn í kúnni (þar lá hundurinn grafinn / þar stóð hnífurinn í kúnni)
- Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra
- Svo handflettir maður rjúpurnar (hamflettir)
- Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna
- Ég sagði honum þegjandi þörfina (hugsaði honum þegjandi þörfina)
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.