Allt annað líf...
23.1.2008 | 21:33
..ég held að sú taktík sem íslenska landsliðið í handbolta verður að fara að tileinka sér sé sú að ímynda sér að það sé ekkert í húfi í leikjunum. Telja sér trú um að þetta séu bara vináttuleikir eða að þeir séu ekki mjög mikilvægir af einhverjum öðrum ástæðum. Þegar svo hagar til spila þeir best eins og sannaðist í kvöld og í leikjunum gegn tékkum á dögunum.
Það er samt gaman að vera íslendingur á svona dögum. Ég sá ekki betur en tveir frændur mínir sætu á áhorfendapöllunum, skeggjaðir með hjálma. Þeir voru allavega voða líkir mér.
Stórsigur gegn Ungverjum á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.