Verði þinn vilji

Fyrir austan Þingvallakirkju er Þjóðargrafreiturinn, hringlaga mannvirki úr hraungrýti, sem var hlaðinn árið 1939. Þar hvíla skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson. Mín skoðun er sú að Robert Fischer hafi ekki gert það fyrir íslenzku þjóðina sem þessir tveir gerðu, auðvitað er hann andlegt stórmenni líkt og þeir, en mér finnst nú þurfa meira til en að hafa búið á Íslandi í 3 ár og hafa verið nokkuð flinkur að tefla til að komast að innan um þá andans mógúla. Þeir tveir sem þarna hvíla vildu Íslandi allt! Þó að Fischer hafi átt hér góða vini er ég ekkert viss um að hann hafi endilega lifað eftir þeim einkunnarorðum. Hann hefur bara verið feginn að fá hér skjól undan heimsins áþján, áþján sem hann skapaði sér mikið til sjálfur með ótrúlega bilaðri framkomu og orðum, á stundum. 

Þegar verið var að undirbúa einvígi aldarinnar sem fram fór í Reykjavík 1972, þá vildi Fischer að það færi fram í Júgóslavíu en andstæðingur hans Spassky vildi að það færi fram hér. Um tíma var jafnvel talað um að halda það á báðum stöðum. Svo fór þó ekki.

Mig minnir líka að ég hafi lesið það einhvern tíma að Fischer vildi verða lagður til hvílu í hvítu marmaragrafhýsi, þannig að hann langar sennilega ekkert að vera skilinn eftir á Þingvöllum. Væri ekki nær að fara að óskum hins látna og útbúa (á kostnað dánarbúsins) hugglegt grafhýsi fyrir hann? Kannski er hægt að finna lausan blett í Suðurgötukirkjugarðinum, og ef ekki, eru nú til fleiri gullfallegir kirkjugarðar á Íslandi.


mbl.is Fischer grafinn á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Finndist líkt og þér að "troða" honum á þingvelli, vera ósómi var einmitt áður en ég skrifa þessa athugasemd að hlusta á endurtekið viðtal við hann á útvarpi Sögu. Fannst nú fátt annað en ranghugmyndir  það sem hann hafði fram að færa, er ekki "brilliant í ensku" þóttist samt skilja að hann var uppfullur af einhverjum samsæriskenningum. Síðan var nú Sigurður ekkert að þýða þetta BULL í honum ýtarlega. Væri ekki best að jarða hann í Kóreu, nóg talaði hann vel um þá.

Eiríkur Harðarson, 20.1.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Beturvitringur

Fisher var eins og margt andans stórmennið, ekki alveg heill á geðsmunum.

Mér fyndist einfaldlega hallærislega kjánalegt að jarðsetja hann í einn okkar helgasta reit. Það flokkaðist undir útlendingasleikjuhátt. Hann var frábær misþroska snillingur en uppfyllir engin þau skilyrði sem mér finnst að ættu að vera fyrir "plássi" á Þingvöllum

Beturvitringur, 20.1.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvers vegna í ósköpunum ætti hann að vera á Þingvöllum? Var hann eitthver íslenskt andans stórmenni þó honum væri gefinn íslenskur passi til að losa hann úr tugthúsi í Japan -- sem var sosum ágætt, hann var þar fyrir engar sakir?

Mér held að Einar S og Co eigi alveg fyrir útförinni hans sjálfir og þurfi ekki að koma henni á okkur. -- Ef dánarbú Fischer sjálfs reynist vera þrotabú.

Sigurður Hreiðar, 20.1.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

P.S.

gleymdi að hrósa nýju myndinni af þér sem skreytir bloggið þitt!

Sigurður Hreiðar, 20.1.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þakka þér fyrir hrósið Sigurður Hreiðar

Markús frá Djúpalæk, 20.1.2008 kl. 13:28

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sammála þessu. Fischer á ekkert erindi á Þingvöll. Það fer um mig kjánahrollur við tilhugsunina. Enda hugmyndin öll hin kjánalegasta.

Brynja Hjaltadóttir, 20.1.2008 kl. 18:49

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég bara skil ekki hvernig fólki dettur svona vitleysa í hug. Maðurinn var skáksnillingur og hvað?

Það er líkt og ekkert þjóðarstolt sé eftir í mönnum.

Sporðdrekinn, 20.1.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband