Reykjavík fyrri tíma
10.1.2008 | 00:40
Það hefur mikið verið rætt um það síðustu misserin hvort hitt eða þetta húsið mætti nú ekki missa sín og sýnist auðvitað hverjum sitt. Sumir vilja rífa allt sem er orðið gamalt og þreytt en aðrir vilja halda í það gamla fram í rauðan dauðann. Ég fann nokkrar myndir í myndasafni Þjóðviljans og vona að ég sé ekki að gera eitthvað ljótt af mér með að birta hér nokkrar myndir af Reykjavík fyrri tíma. Mest til gamans og kannski líka til að sýna okkur að jafnvel kumbaldar sem hafa orðið eldi að bráð geta breyst í hin fegurstu hús á ný.
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Aðallega varð ég ánægð að sjá síðuna þína. Vitnaði nefnilega í þig í gær og mundi ekki hvað þú heitir!!!! Það kemur fyrir marga á efri árum að muna bara föðurnafnið, það mundi ég og skrifaði um Þórhallsson. Auðvitað neita ég þessu staðfastlega og segist vera með "British Syndrome" sem auðvitað ávarpa virðulega með ættarnafni.
Svo varð ég ánægð núna að sjá að hugur þinn liggur hjá and-eyðileggingu sögulegra minja (voðaleg ánægja er þetta) Foreldrar mínir sögðu mér margt um Lækjargötuna, Vesturbæinn, Höfnina og Laugaveginn (og Þvottalaugarnar). Mamma bjó á í Vesturbænum í húsi með moldargólfi og fór með mömmu sinni innað Laugum að þvo og hékk í pilsfaldinum á henni þegar hún gekk á milli sjúklinga í spænsku veikinni (gamalmenni sluppu skást, amma var þá um 55ára gömul eða á svipuðum aldri og ég núna.Ég skrifaði athugsemd/skilaboð/svar hjá einhverjum um Laugarvegarmálið en ég er ekki orðin svo forfrömuð hér á þessum slóðum að ég kunni að finna það aftur.
Loks, "umfjöllun" mín um þig var hrós. Mér finnst þú standa uppúr öðru fjölmiðlafólki hvað varðar íslenskunotkun og fallega meðferð málsins. Svo þykir mér þú skilningsríkur gagnvart viðmælendum þínum og kurteis og varfærinn. Síðast en ekki síst, þá virðistu hlusta og FATTA það sem fólk segir; spyrð ekki aftur sömu spurningar bara af því að hinn sagði frá því án þess að þú spyrðir. Svo veit maður að þú hlustar, vegna þess að þú snýrð útúr.... í rétta átt og ekki nema til skemmtunar.
Þetta hlýtur að vera nóg í bili, ekki má gera drenginn óþekkan af hrósi : )
Eygló
Beturvitringur, 10.1.2008 kl. 01:55
Ég vil þakka þér kærlega fyrir, fyrst og fremst fyrir að hlusta og svo auðvitað fyrir hrósið. Ég vona að það sé verðskuldað.
kær kveðja
Markús frá Djúpalæk, 10.1.2008 kl. 08:20
Mer finnst gömlu húsin "okkar" svo romo, thau eru svo stór partur af sogunni okkar.
Eg hef thad að vana að fara með erlenda gest i Arbaejarsafn, sko ekki til að skilja thá eftir.... heldur bara svona skoða húsin
Sporðdrekinn, 10.1.2008 kl. 18:54
Alveg sammála þér Sporðdreki. Það væri synd ef þau yrðu látin hverfa eitt af öðru.
Markús frá Djúpalæk, 10.1.2008 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.