Kvíðinn óþarfur...

...það voru margir sem töldu það vera mistök hjá Led Zeppelin að halda endurkomutónleika. En ef marka má ummæli Ólafs Páls, sem aldrei lýgur voru það óþarfa áhyggjur. Ég vona bara að þeir fari á túr og gefi öllum þeim aragrúa fólks sem reyndu en fengu ekki miða á þessa tónleika möguleika á að sjá þá einu sinni enn.

Þá er aldrei að vita nema maður mæti.


mbl.is Flottasti söngvari rokksögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal viðurkenna það að það var kvíði í mér, en nú virðast allir fjölmiðlar vera sammála um það að þessi langáhrifamesta, langflottasta og langstærsta rokkhljómsveit sögunnar ( fyrir utan The Beatles ) hafi átt aldeilis glæsilegt comeback.

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Og fyrst þú nefnir Bítlana, gæti ég trúað að "endurkoma" þeirra um miðjan 10 áratug síðustu aldar hafi meðal annars verið kveikjan að kvíða fyrir endurkomu Led Zeppelin.

Markús frá Djúpalæk, 11.12.2007 kl. 12:45

3 identicon

Nei Markús, reyndar stafaði kvíðinn frekar út af því að þegar væntingar til einhverra eru gríðarlegar eins og til svona ofur risa eins og Led Zeppelin, þá gerir fólk kansi of miklar kröfur. Ekki er t.d. hægt að búast við miklu af gömlum fótboltastjörnum, en sumir rokkarar eldast bara óvenju vel. Þú átt væntanlega við það þegar 3 eftillifandi bítlar tóku sig til og endurgerðu 2gamlar Lennon upptökur. Ekki merkilegt tónlistarlega það, en þeim tókst þó að koma þessum lögum á toppinn víðast hvar, sem sýnir manni hve heiminum þyrsti rosalega í eitthvað ,, nýtt " frá þeim.   

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jú reyndar. En auðvitað var kvíðinn eðlilegur þegar menn hafa ekki spilað lengi saman, raddir manna breytast og annað eftir því. En þegar snillingar eiga í hlut er ekki við öðru en góðu að búast. Gleðiefni. Já, ég var einmitt að rifja upp Free as a bird ævintýri Bítlanna.

Markús frá Djúpalæk, 11.12.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband