Sumir verða sárir

Þau tíðindi urðu í gær eða fyrradag að einhver apaði upp síðu Stefáns Friðriks ofurbloggara, kallaði sig Friðrik Stefán, síðan leit út eins og síða Stefáns, spegilmynd af kappanum í höfundarmynd og efnistök svipuð að mér skilst. Þó sá ég aldrei þessa paródíu útgáfu af síðu Stefáns. Eitthvað mislíkaði Stefáni Friðriki þetta grín sem nú er ekki lengur til, en greinilegt er á kommentum hans hjá Jennýju Önnu Baldursdóttur að honum var mjög brugðið og sárindin mikil.

Ég hygg að ef þetta hefði verið gert við mína síðu hefði mér bara fundist það fyndið. Ég vona að það beri ekki vott um lágt sjálfsmat, en í þessu tilfelli hefði þetta í mínum huga bara verið merki um að einhver hefði tekið eftir því sem ég væri að segja og gera og þótt það þess virði að gera grín úr.

Þetta er svona eins  og að komast í Spaugstofuna eða láta Jóa og Simma gera að manni grín. Ef einhver nennir að gera gys að þér þar ertu orðinn áberandi í þjóðfélaginu - þannig er það bara. Það eru margir stjórnmálamenn og framámenn í þjóðfélaginu sem eru fúlir yfir að ekki sé gert grín að þeim, og gleðjast ógurlega um leið og grínið byrjar.

Kannski hefði Stefán Friðrik átt að taka þessu gríni með sama hætti og grínast með það sjálfur í stað þess að fá hjartastopp af bræði yfir húmornum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband