Eru jólasveinar virkilega til?
7.12.2007 | 10:57
Vegna þess að ég kem til með að sjá um morgunútvarpið á Sögu fram að jólum í það minnsta langar mig að fá uppástungur frá ykkur um hvað ykkur finnst eigi að vera í útvarpinu frá kl. 7-9 á morgnana þessar síðustu tvær vikur fyrir jól. Eigum við bara að halda okkur við þetta venjulega tuð eða eiga jólin að vera aðalmálið? Eða bara eitthvað allt annað?
Allar uppástungur eru vel þegnar.... Takk fyrir mig.
Athugasemdir
Væri ekki stuð að ræða um jólin, kristni, helgihald o.fl. í þeim dúr út frá þeim hjartaáföllum sem "umburðarlyndir" trúleysingjar og "afturhaldssamir" strangtrúarmenn hafa verið að fá undanfarnar vikur og mánuði?
Snorri Magnússon, 12.12.2007 kl. 23:10
Eða umfjöllun um hvernig jólin voru í gamla daga þegar við bjuggum í fjöllunum.
Jólasveinninn (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.