Reykspúandi olíubrennari
7.12.2007 | 10:19
..eða umhverfisvæn vetnisrúta? Það hlýtur nú að vera mikilvægt fyrir mann eins og Al vin okkar að rútan sé nú þokkalega umhverfisvæn sjálf. Mér finnst líka skemmtilega alþýðlegt af honum að taka rútuna, sitja á hörðum bekkjum alla leið frá flugvellinum inn í borg, dröslandi handfarangrinum inn og reyna að tala norsku við bílstjórann. Það eru nú ekki allir stjórnmálamenn sem eiga þó að vera fulltrúar fólksins sem gera slíkt. Al Gore er bara ágætlega að þessum verðlaunum kominn, kallinn.
Gore tók lestina til Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Halló halló! LEST!
Hrafnkell (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:08
Jeminn, held ég sé búinn að tapa sjón og öðrum skynfærum í kvefinu.
Markús frá Djúpalæk, 7.12.2007 kl. 11:09
vitiði hvað þessar blessuðu lestir eyða miklu eldsneyti..... þessar nýjustu sem komast hvað hraðast, eyða meira eldsneyti per farþega heldur en ef hver einn og einasti þessarra farþega myndi fara á einkabíl. al gore er bara hræsnari.
gunni (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.