Snillingar...
4.12.2007 | 22:13
..eintómir snillingar í brezku lögreglunni ef marka má frétt mbl.is:
Lögregla segir augljóst að einhversstaðar hafi maðurinn verið undanfarin fimm ár og að fjöldi spurninga hafi vaknað, sem krefjist svara.
Það skyldi þó aldrei vera einmitt að maðurinn hafi verið einhvers staðar.
Birtist eftir fimm ár, eiginkonan horfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krúsi minn ég er búinn að fatta þetta hjá þeim og skýringin er inná blogginu mínu.
Sérdeilis góð að mínu mati.
Vignir Arnarson, 5.12.2007 kl. 13:01
Kannski var hann svo bara alls ekki þar sem hann hélt að hann væri og því gat lögreglan aldrei fundið hann því hún var alltaf að leita á allt öðrum stöðum en hún hélt að hann væri á...
Snorri Magnússon, 5.12.2007 kl. 21:15
Þannig að bæði lögreglan og maðurinn sjálfur héldu að hann væri á vitlausum stað?
Markús frá Djúpalæk, 6.12.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.