Hvenær...
1.11.2007 | 10:32
...ákveður þessi þjóð að hætta að nöldra hver í sínu horni og krefjast þess að mál verði tekin föstum tökum og eitthvað gert til þess að það verði búandi hér fyrir venjulegt fólk?
Eða munum við öll flytja til Jótlands? Það hefur verið viðrað áður.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bentu mér á leiðina og ég skal svo sannarlega fara hana...mér er að verða allri lokið
Solla Guðjóns, 1.11.2007 kl. 11:01
Málið er mjög einfalt hætta bara að taka lán í íslenskri mynt svo einfalt er það,við tökum okkur bara saman og hættum að versla með 15%vextina áttið ykkur á því að þessir háu herrar eru að kaupa þessi sölu lán að utan og endur leigja okkur með 11%-15% vaxtamun þeir leigja jenið á 0,5-0,8% og endurleigja það svo í ísl kr til okkar.
Langar ykkur að taka þátt í þessu áfram.
Vignir Arnarson, 1.11.2007 kl. 11:27
Það má ekki heldur gleyma því að allt annað kostar öllu meira hér en víða annars staðar - þó með einhverjum undantekningum... og ekki koma með sönginn um hærri laun á Íslandi.
Markús frá Djúpalæk, 1.11.2007 kl. 12:16
Ein leiðrétting: þrátt fyrir almenna skoðun þess efnis að bankarnir taki lán í jenum og frönkum á 1% og endurláni það svo til almennings á 10-25% þa er það ekki svo. Svei mér ef (bókhalds)lög banni þeim það ekki, þar að auki væri það of mikil áhætta fyrir þá. Erlend matsfyrirtæki væru ekki par hrifinn ef þeir færu þessa leið.
unglingur, 1.11.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.