Vinna eða fangelsi...spurning
1.11.2007 | 09:46
Hér er smá yfirlit yfir muninn á fangelsi og vinnustað. Bara til að vera viss...
Í fangelsi ... eyðir þú mestum tíma þínum í klefa
sem er 10x10 fet
Í vinnunni ... eyðir þú mestum tíma þínum í bás
sem er 8x8 fet
Í fangelsi ... færðu þrjár máltíðir á dag frítt
Í vinnunni ...færð þú pásu fyrir eina máltíð og þú verður að borga fyrir
hana
sjálf(ur)
Í fangelsi ... færðu að sleppa fyrr út ef þú ert dugleg(ur) og
þæg(ur)
Í vinnunni ... færðu meiri vinnu ef þú ert dugleg(ur) og þæg(ur)
Í fangelsi ... opna og loka verðirnir öllum dyrum fyrir þig
Í vinnunni ... þarftu að ganga um með lykla og opna allt
sjálf(ur)
Í fangelsi ... geturðu horft á sjónvarpið og spilað leiki eftir
eigin hentisemi
Í vinnunni ... ertu rekin(n) fyrir að horfa á sjónvarpið og
spila leiki
Í fangelsi ...færðu þitt eigið klósett
Í vinnunni ...þarftu að deila klósetti með samstarfsfólki sem
mígur á setuna
Í fangelsi ...mega fjölskyldan og vinir koma í heimsókn
Í vinnunni ...máttu ekki einu sinni tala við fjölskylduna né
vinina
Í fangelsi ... splæsa skattgreiðendur öllu fyrir þig og þú þarft
ekkert að gera í staðinn
Í vinnunni ... þarftu að borga fyrir allan kostnað og þeir draga
skatt af laununum þínum til að borga undir fangana
Í fangelsi ...verðurðu að þola sadista verði
Í vinnunni ...eru þeir kallaðir yfirmenn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.