Gæsahúð
29.9.2007 | 16:57
Það er fátt skemmtilegra en að vera á vellinum þegar svona stórkostlegur árangur næst. Það var meiriháttar stemmning á Laugardalsvelli, stuðararnir í miklu stuði og sekkjapípuleikararnir alveg að gera sig. Þyrftum að þjálfa upp íslenzka sekkjapípustuðara fyrir næsta tímabil.
Eftir 20 ára bið hljóta Valsarar að gleðjast í hjarta og strákarnir algerlega, fullkomlega að titlinum komnir. Sannir íþróttamenn sem eiga ekkert nema hrós skilið.
Ég hefði nú samt viljað sjá annað röndótt lið en Víkinga falla. En maður fær ekki allt sem maður vill.
Til hamingju Valur!
Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með titilinn. Mér finnst óþarfi hjá þér að hnýta í okkur röndóttu. Þetta er svokallað forsetabragð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.9.2007 kl. 17:02
Þið röndóttu eru ágætir. Til lukku með daginn.
Markús frá Djúpalæk, 29.9.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.