Hann er meira að segja rauður og hvítur
27.9.2007 | 21:56
Nú kemur upp hjátrúarfulli púkinn í mér.
Það er auðvitað gott og Guðs mildi að allt fór vel og þeir níu menn sem um borð í Val ÍS18 komust heim heilu og höldnu. En Valur er rauður og hvítur. Á laugardaginn næsta mætir hvít- og rauðklætt Knattspyrnulið Vals hörkuliði úr Kópavogi sem heitir HK.
Kannski var þessi gírbilun í bátnum fyrirboði þess hvernig sá leikur fer. Kannski bilar gírinn og ekkert gengur að ná að landi, en ef til vill fer eins og fyrir bátnum Val. Þó illa líti út um stund næst land að lokum og allir koma veðurbarðir en sigurreifir heim.
Sértu velkominn heim....
Valur ÍS-18 kominn til hafnar á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.