Eiginmaðurinn, eiginkonan og faðirinn...

Hjón nokkur fóru á fæðingardeild til að fæða barn sitt. Þegar þau komu þangað sagði læknirinn að hann hefði fundið upp tæki sem færði hluta af verkjum frá móður til föður. Hann spurði hvort þau væru tilbúin að prufa tækið. Þau voru bæði spennt fyrir því. Læknirinn byrjaði á 10% þar sem þar væri líklega meiri verkur en eiginmaðurinn hefði áður upplifað. Eftir því sem lengra leið á fæðinguna bar maðurinn sig vel og sagði lækninum að hækka í tækinu. Læknirinn hækkaði í 20% og síðan í 50%. Enn var eiginmaðurinn stálsleginn og bað lækninn að færa alla verkina yfir á sig.

Fæðingin gekk mjög vel og móðirin fann ekkert fyrir öllu saman.
Eiginmaðurinn var stálsleginn.

Þegar þau komu heim lá bréfberinn dauður á tröppunum fyrir framan húsið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband