Sex prósent???

LíkamsleitÞað  er magnað og eiginlega ógnvekjandi að 6% þeirra sem leitað var á skuli hafa haft á sér fíkniefni og ekki síður merkilegt að 2% báru sveðjur með sér á djammið. Verður ekki að gera því skóna að eingöngu hafið verið leitað á þeim sem lögreglan taldi grunsamlega, hvernig sem hún fer nú að því að sigta það út. Það er allavega ekki spennandi tilhugsun að geta átt von á því í sárasakleysi sínu við skemmtanahald í miðbænum, að fá yfir sig her lögreglumanna í leitarham. En svona er borgin okkar nú barasta orðin og ef til vill er skárra að leita á 92 saklausum og finna 8 grunaða, en leita á engum. Eða hvað? Úff hvað þetta er orðið erfitt.


mbl.is Sérsveitin og fíkniefnadeildin gerðu átak í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík hræsni segi ég bara...

 Meirihluti fólksins var með fíkniefni... hinsvegar voru þau bara keypt hjá ríkinu. Fíkniefnastríðið er ein mesta hræsni i mannkynssögunni.

Geiri (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Auðvitað er mikið til í því.

Markús frá Djúpalæk, 15.9.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband