Neikvæðar auglýsingar
13.9.2007 | 20:23
Ekki langar mig til að fara að versla við SPRON. Nú eru þeir að keyra á auglýsingum sem eru svo neikvæðar að þær eru hættar að vera fyndnar og eru komnar í vandræðalega flokkinn. Í þessum auglýsingum er fólk skilið útundan með ýmsa hluti vegna þess að það er ekki í einhverri söfnun hjá Spron. Þvílík endemis vitleysa, þetta er ekki eitthvað sem vekur áhuga á að fara í viðskipti. Hin aðferðin að vera jákvæður eykur auðvitað áhugann viðskiptum, en ekki þessi. Sorry.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.