Loksins, loksins
13.9.2007 | 16:04
Getur maður ekið um á tæki sem er betur gefið en maður sjálfur. Vonandi setja þeir líka búnað sem gefur stefnuljós á réttum tíma og leyfir mönnum ekki að aka þegar þeir hafa fengið sér of marga gráa. Kannski verður líka búnaður sem sendir bílinn í þrif og á benzínstöðina ÁÐUR en hann verður benzínlaus. Að ég tali ekki um búnað sem sér til þess að löglegum hraða sé haldið, ekki sé ekið of nærri næsta bíl og jafnvel búnað sem sér til þess að allir séu með öryggisbeltin spennt. Svo er aldrei að vita að í bílnum verði búnaður sem lætur vita hvenær sé kominn tími til að kaupa sér nýjan bíl. Þá þarf maður ekkert orðið að hugsa um þetta dót. Mikið verður það gaman.
Volvo-bílar hafa vit fyrir ökumönnum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Annars fynst mér þessi þróunn frábær.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 16:40
þetta verður glatað man eftir því þegar sigurður hja umferðarráði fékk sér svona tæki í bílinn sem kemur í veg fyrir að hægt sé að keyra eftir nokkra drykki, svo einn daginn fór bíllinn bara ekki í gang og viti menn tækið var BILAÐ.
Ég held að allt svona auka drasl auki bara líkurnar á því að bíllinn klúðri málunum. Hvernig virkar svona árekstrarvari í snjó tildæmis. Veit allavegana að ABS er ekkert að standa sig voðalega vel í fljúandi hálku maður frís bara á bremsunni og ekkert gerist.
hvað skyldi gerast ef maður er að fara yfir gatnamót og plastpoki eða eittjvað drasl fýkur í veg fyrir bílinn? Skildi hann nauðhemla og maður situr eins og skítur á miðjum gatnamótum og fær bíl í hliðina.
gunnik (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.