Umfjöllun morgunsins
5.9.2007 | 10:25
Í morgunútvarpinu tók ég fyrir málefni aldraðra og öryrkja, einkum í framhaldi af frétt frá í gær um öryrkja sem missir bæturnar sínar í heilt ár vegna of langrar vistunar á sjúkrahúsi. Einnig fjallaði ég um dreifibréfið til heilbrigðis- og félagsmálaráðherra sem bloggarar gengust fyrir að senda í gær. Ég las upp úr bloggfærslunni hennar Þórdísar Tinnu frá 31.ágúst þar sem hún vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar og varð kveikjan að fyrrnefndum dreifipósti. Einnig talaði ég við Sigurstein Másson formann Öryrkjabandalagsins sem var bjartsýnn á úrbætur í meðförum nýrra ráðherra.
Þessi umfjöllun vakti það mikla athygli að í símatíma í þætti Sigurðar G. Tómassonar kl. 9 hringdi fólk og tjáði sig um þetta og vildi gera sitt til að aðstoða Þórdísii Tinnu í veikindum hennar.
Það er mikið af góðu fólki þarna úti, meira um það síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.