Guði sé lof

að við getum haft húmor fyrir honum, en spurningin er auðvitað sú hvort það sé við hæfi að grínast með þennan þátt sögu Krists, upphaf píslarsögunnar? Það hefði kannski mátt velja einhverja aðra kafla úr Nýja testamentinu úr því að það þurfti að velja þá góðu bók sem grundvöll nýrrar auglýsingaherferðarinnar hjá Símanum.

T.d. með Jesú röltandi á vatninu og hann hringir í fiskimennina og segir þeim í rólegheitum að hann sé nú bara rétt ókominn til þeirra. Hann hafi bara aðeins tafist og því þurft að hlaupa til þeirra.

Eða Jesú að klára að lækna Lasarus og um leið og hann stendur upp grípur Jesú símann og hringir eitthvað og segir: Jú búinn að lækna strákinn, hann skýst bara til ykkar.

Eða eitthvað. Guð er nefnilega góður og hefur húmor fyrir þessu. En ég er ekki alveg jafn viss um að hann hafi endilega húmor fyrir fólki sem sver af sér samþykki fyrir svona auglýsingum og segist ekki hafa vitað hvernig útkoman yrði þó svo búið væri að segja þeim hugmyndina.

Samt sér Guð kannski líka í gegnum fingur með það.


mbl.is Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof .... að þú fékkst ekki að gera auglýsinguna, hún er fyndin eins og hún er.

Binni (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 19:36

2 identicon

já.. Sammála Binna.

Guð sé lof að þú vinnur ekki í markaðsdeild Símans, þú myndir örugglega endurvekja ömurlegu nörda auglýsingarnar.

Jóhannes Helgi (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jæja, takk fyrir traustið.

Markús frá Djúpalæk, 4.9.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband